Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 23
múlaþing
21
uppsátur eftir Wilchinmáldaga. Hefur eflaust verið gert þar út á
dögum Eiríks Hjaltasonar, er fiskurinn gaf svo mikið í aðra hönd.
En það voru fleiri jarðir í Vopnafirði, sem eins var ástatt um, og
þó þægilegra útræði. Landið er stórt, og mun tún hafa orðið þar
stærra en á öðrum jörðum fyrir slétta, nálæga, heppilega legu, og
var á 19. öld stærst tún á Austurlandi, 40 dagsláttur. En ekkert af
þessu er nægileg skýring á dýrleika jarðarinnar, samanborið við
aðrar jarðir. Krossavík liggur gegnt Vopnafjarðarkaupstað, og í
sumarsiglingu er ekki verra að afgreiða skip þar við land en á
Vopnafirði, jafnvel hættuminna, ef leysa þarf í skyndingu festar
íyrir veður og komast á rúmsjó. Fyrr á öldum munu skipaviðkomur
einmitt hafa verið í Krossavík, og bendir til þess hjáleigan Hellis-
fjörubakkar, sem stendur við sjó, og einmitt þar sem eðlilegt er
að fram fari útræði og afgreiðsla skipa. Það er tæpast hægt að
hugsa sér, að af öðrum háttum hafi Krossavík orðið svo dýr jörð,
að ekki komist aðrar jarðir í hálfkvisti við hana. Var að vísu Hof
aldrei metið, af því að prestar áttu ekki að gjalda neina skatta eða
skyldur af jörðum prestanna. Ekki er kunnugt um neinn bónda, er
búið hafi í Krossavík eða átt jörðina, frá því getur um Eirík Hjalta-
son og fram á 17. öld. Þá hýr þar Þorgrímur Guðmundsson, sem
eflaust á jörðina, fæddur um 1605—’IO. Skýring á eignahaldi Þor-
gríms á Krossavík er eflaust á eftirfarandi veg:
Nú er vitað að Jón biskup Arason á jörðina um 1530, og það er
ekki líklegt, að hann hafi látið hana úr eigu sinni um sína daga,
og eitthvað af börnum hans hefur eignazt jörðina. Flugu þá jarð-
irnar aftur og fram í alls konar makaskiptum meðal ríkra frænda.
Til er jarðeignaskrá Björns Jónssonar biskups Arasonar, 48 jarð-
ir, en ekki er Krossavík meðal þeirra. Sömuleiðis jarðeignaskrá
Ara Jónssonar, og ekki ó hann Krossavík. Sennilegast er, að séra
Sigurður á Grenjaðarstað hafi eignazt jörðina, en einkaerfingi
hans er Þuríður laundóttir hans, sem giftist Magnúsi Árnasyni í
Djúpadal í Eyjafirði. Sonur þeirra var Árni, sem átti Sigríði Arna-
dóttur, sýslumanns á Hlíðarenda Gíslasonar, og var því Árni svili
Guðbrands biskups og fleiri ríkra manna. Dóttir Árna var Sesselja,
sem átti Guðmund á Laugum í Reykjadal Jónsson á Laugum 111-
ugasonar prests í Múla Guðmundssonar. Laugar eru í jarðeigna-