Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 63
MÚLAÞING
61
að frændsemi er með Daða á Vindfelli og afkomendum Ragnhild-
ar, en Daði var sonur Jóns Jónssonar, og villti það H. Þ.
Þá segir hér, að ekki sé til orðspor af Guðríði konu Þorsteins
sterka í Krossavík, en það er ekki rétt. Hún var mikilhæf kona og
einmitt orðsporsmikil á sinni tíð, hagmælt og geðþekk kona. Hún
kvað við börn sín:
Stebba, Gutti, lítil Laug (Guðlaug)
lamba minna fjöldi.
Fegin verð ég, þegar þaug
þagna öll að kvöldi.
Er vísan gimsteinn og lýsir hinni þreyttu móður. Vísuna kenndi
mér Stefanía Þorsteinsdóttir Einarssonar og Stefaníu Þorsteinsdótt-
ur sterka. B. G.
STAFSETNING OG GREINARMERKJASETNING er ekki við eina fjölina
felld í þessu hefti. Að vísu á svo að heita, að fylgt sé skóla-greinarmerkja-
reglum og -stafsetningu, þar sem höfundar hafa iátið slíkt liggja milli hluta
eða óskað. að ritsmíðar yrðu færðar til þess vegar. Einn höfundur sleppir
setu og setur greinarmerki, a. m. k. kommur, með öðrum hætti en venja er
eða eftir því, sem honum finnst bezt gegna í stíl. Það er ágætt, og líkast til
hefði ég farið að ráði hans og sleppt setuskömminni alveg, ef ég hefði ekki
verið búinn að yfirfara megnið af handritunum, þegar ég fékk tillögu hans
og, mér liggur við að segja, útbía þau í setu og kommum samkvæmt skóla-
reglum, víða þvert á náttúrlegan stíl, og ég nennti ekki að breyta þessu aftur,
enda ekki víst, að höfundar hefðu kært sig um það. Svipað er raunar að segja
um orðasundurslítingsstefnuna. Hví skyldi mönnum ekki vera frjálst að rita
i einu lagi ennfremur, þessvegna og guðskraft, jafnvel sumstaðar og alstaðar?
Á. H.
SKJURPULUMMA. — Konur þurrkuðu með sleikifingri innan úr soppu-
ílátinu, settu í munn sér og skyrptu á pönnuna. Svarti-Hallur og annar gárungi
komu á bæ á Héraði og var gefið kaffi. Fyrst komu lummurnar inn, og fór
svo konan að sækja kaffikönnuna. Þegar hún kom aftur, var lummudiskurinn
tómur að mestu. Þá varð henni að orði: „Hvað er þetta! Eruð þið búnir með
allar lummurnar? — Ekkert eftir nema skjurpulumman,"