Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 65
MÚLAÞING
63
maður var hjá foreldrum mínum, Hárekur Bjarnason að nafni.
Hann klæddist nú og fór til dyra. Þá var gömul bygging heima með
burstir fram á hlaðið og sund á milli. A bæjarhurðina hafði verið
felldur gluggi, og fyrir henni að innan var járnklinka, er ekki var
hægt að opna utan frá. Þegar Hárekur kemur fram í bæjardyrnar,
sér hann, hvar glerið úr glugganum er í smábrotum út um allt
gólf og heljarmikil'l broddstafur liggur þar á miðju gólfi. Hárekur
opnar nú dyrnar og gengur út, en í sömu svipan sér hann, hvar
kemur herjans ófreSkja skröltandi ofan úr sundinu og hlunkast
niður á hlaðið. Háreki varð í fyrstu mjög bilt við, því að ekki var
gott að sjá, hvað hér var á ferð, herti sig þó upp og aðgætti, að
hér mundi maður vera, þótt í rauninni væri ekki annað að sjá en
snjó- og svellstorkið hrúgald. Rís nú maður þessi upp á kné, heilsar
á Hárek og spyr, hvaða bær þetta sé og hvort þessi bær sé ekki í
Vopnafirði. Hárekur segir sem var, að þessi bær heiti Hnefilsdal-
ur, — eða er hér kominn Sveinn Þorleifsson?
Nú varð uppi fótur og fit, allir fóru að stumra yfir komumanni.
Ekki gat Sveinn gengið, því að fætur hans voru svo klakaðir, og
neðan í báðum fótum voru svellbólstrar líkt og hann væri á skaut-
um, svo að honum var ómögulegt að standa uppréttur. Sveinn var
nú borinn inn í eld'hús, hituð mjólk ofan í hann og hlúð að honum,
eri fæturnir hafðir niðri í bala fullum af klakavatni. Illa gekk að
halda Sveini í balanum, og ekki bætti um, þegar fór að sækja svefn
á hann. Þegar tiltadkt þótti, fór faðir minn að rista utan af fótunum
á Sveini sokkaplöggin. Þegar það hafði tekizt, var hann fluttur
inn í rúm, þar sem hann féll í fast.an svefn. Síðar um daginn vaknar
Sveinn. Var hann þá allhress, fékk sér að borða, en að því búnu
hóf hann að segja ferðasögu sína.
Hann hafði, eins og vænta mátti, farið á heiðina, hugðist með
því stytta sér leið, en fékk á sig blindlhríð og var svo að veltast á
heiðinni ramvilltur. Lenti ofan í vatn með fæturna og rennblotn-
aði. Gekk einhvers staðar frá sér á kvöldin og brölti aftur af stað,
þegar birta tók næsta morgun. Að síðustu, rétt þegar myrkur var
að skella á, verður fyrir honum stór steinn, er svifað hafði frá.
Þarna var bezta náttbólið, sem Sveinn hafði rekizt á, svo að hann
ákvað að láta þar fyr.ir berast. Bæði var það nú, að hann var ekki