Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 174
170
MÚLAÞING
— Jæja, Bjössi minn, nú varstu fljótur, og nú þarftu ekki að
vinna meira í dag. En taktu kverið þitt og farðu með það út á
kirkjuloft og rifjaðu eitthvað upp í því. Það er von á Halldóri pró-
fasti á morgun. Daginn eftir kom séra Halldór; Halldór Jónsson
prófastur á Hofi. Hann spurði þau börn, er til náðist og flutti þeim
að því loknu eftirminniiega tölu.
Skömmu eftir að prófastur fór, kom séra Jakob til léttadrengsins,
klappaði honum á kollinn og sagði:
— Alltaf vissi ég, að þú mundir ekki verða mér til skammar,
Bjössi minn; nóg er nú samt.
En hann var ekki alltaf svona mjúkur á manninn.
Dag einn að loknum slætti, laugardaginn fyrir fyrstu göngu var
þnð, veik hann sér að stráksa og sagði:
— Ég ætla að biðja þig að sækja folaskammirnar fyrir mig. Ég
þarf að skreppa inn að Eiðum á morgun og ætla að tuska þá til.
Strákur sótti folana og gekk allvel að ná þeim. Annars voru þeir
að öllum jafnaði ekki auðgripnir. Hann sleppti þeim heima við túnið
og labbaði heim á leið. Þegar hann kom heim undir, kom prestur
hlaupandi á móti honum — hann var oftast hlaupandi — og nú
staðnæmdist hann og horfði þangað sem folarnir voru. Strákur veitti
því athygli, að nefið á honum var farið að roðna. Það var öruggt
reiðimerki. Þá vatt hann sér snöggt til, kom fast að strák og húð-
skammaði hann fyrir að hafa ekki leyst niður taglið á folanum, sem
hann reið. Bjössi vildi úr þessu bæta og rann af stað þeirra erinda,
en prestur stöðvaði hann með drynjandi raust, og nú var neíið eld-
rautt:
— Það er ekki nóg, þú veizt þú átt að leysa niður taglið á hestun-
um, þegar þú sleppir þeim. Ég ætlaði að hafa þig hj á mér framvegis,
en nú verðurðu að fara.
Þegar hér var komið ræðunni, hljóp Jón sonur prests, sem hafði
runnið á hljóðið, inn og sótti móður sína, Sigríði Jónsdóttur. Hún
kom að vörmu spori, hæglát og nokkuð svipþung, mælti ekki orð,
en tók þéttingsfast í handlegg manns síns, sem ruddi úr sér jafnt og
þétt. Þegar hann fann þessa snertingu, var sem köldu vatni væri
skvett á hann. Hún leiddi hann inn án mótþróa.
í þennan tíma var það eitt starf hreppstjórnarmanna að ráðstafa