Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 22
20
MULAÞING
fyrst og fremst í auði, enda voru nú margir íslendingar orðnir auð-
ugir vegna góðs markaðar á fiskinum í 100 ára stríðinu. Sjálfsagt
hefur hann setið í ættsetu ('hefðarsetu) á jörðinni og átt liana.
Hjalti faðir hans hefur búið í Krossavík, en kona Eiríks hefur senni-
lega verið vestan úr Ljósavatnshreppi. Eiríkur Hjaltason hefur verið
ungur að aldri, er hann fórst, og börn hans í barndómi. Árið 1417
er bréf gert í Krossavík. Þar selur Járngerður Ormsdóttir jarðirnar
Torfastaði og Norður-Skálanes fyrir lausafé, 25 hundr. fyrir hvora
jörðina, og er það merkilegt, ef Norður-S'kálanes er jafndýr Torfa-
slöðum, sem segir þá sögu, að sú jörð hefur átt það land, austan
Vestradalsár, er Torfastaðir eiga nú. Þetta er eflaust kona Eiríks
Hjaltasonar, sem nú virðist lausafj árvant, og hefur Eiríkur átt þess-
ar jarðir og eflaust fleiri jarðir og því ekki verið snauður maður.
Næst er bréf gert í Krossavík 1437, þar sem Ormur Eiríksson og
Ragnhildur Eiríksdóttir afsala Jóni Bjarnasyni Efstalandsparti í
Ljósavatnsþingum. Þetta eru börn Eiríks Hjaltasonar, og hefur
Ormur heitið eftir móðurföður sínum. Nú verður prestur á Hofi
1442 Ormur Eiríksson og er eflaust þessi sami Ormur. Hann heldur
Hof til 1484. Þá tekur Hof Brandur Hrafnsson lögmanns Brands-
sonar. Eigi er v.itað, hver kona Brands var, en það virðist auðsætt,
að hún hafi verið dóttir séra Orms á Hofi. Þegar Hrafn sonur
Brands er að deyja, kvæntur Þórunni dóttur Jóns biskups Ara-
sonar, gerir hann testamenti og segist skulda Þórunni 30 hundr.
og leggur henni í hendur Krossavík í Vopnafirði með tilheyrandi
peningum. Þetta er um 1528. Er nú ljóst, að Brandur prestur á
Hof.i hefur eignazt Krossavík og hefur lagt Hrafni hana til giftu-
mála við Þórunni, sem nokkuð hefur lí'ka þurft til. Árið eftir selur
Þórunn Jóni biskupi, föður sínum, Krossavík fyrir Fjósatungu í
Fnjóskadal, og hefur karlinn snuðað stelpuna á slíkum kaupum.
En á þessum dögum eru jarðir metnar til hundraða á landsvísu, og
gildir 100 á móti 100 í öllum kaupum. Um þetta leyti er þess getið,
að Krossavík sé 50 hundr. á landsvísu. Er það langtum hærra mat
en þekkist á jörðum austanlands, og eitthvað sérstakt hlýtur að
valda. Jörðin er hlunnindajörð að reka og fjörubeit fyrir sauðfé
um vetur, og sjávargagn mátti stunda þaðan, og sjálfsagt hefur
verið þar uppsátur eigi síður en í Syðrivík, en þar á Refsstaðakirkja