Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 26
24
MÚLAÞING
hjáleigu á marga afkomendur. í Krossavíkurhjáleigu ytri býr Hjör-
leifur sonur séra Olafs á Refsstað Sigfússonar og Guðrún Sigurð-
ardóttir. Sonur þeirra er Jón, bjó á Hróaldsstöðum. Hann var faðir
Guðrúnar móður fríska Jóns á Vaðbrekku og fleiri barna. A Bökk-
um býr Þorkell Iilugason og Ragnhildur Eyjólfsdóttir. Sonur þeirra
Gunnar bjó síðar í Vopnafirði, en ekki þekkjast afkomendur hans.
Páll prestur hefur haft góðar tekjur af Krossavík á þessum árum.
1 hjábúð með Gísla Oddssyni býr Kolbeinn Einarsson og Ingibjörg
Rustikusdóttir, ung hjón. Næst er það bændatalið 1732, sem gefur
upplýsingar um fólk í Krossavík. Þá búa á heimaj örðinni Þorgrím-
ur Oddsson frá Syðrivík, sonur Odds lögréttumanns, er fyrr gat.
Móðir hans var Guðrún, dóttir Þorvaldar í Þverárdal í Húnavatns-
sýslu, Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal, en Skúli átti Stein-
unni laundóttur Guðbrands biskups. Kona Þorgríms er Sigríður
Þorsteinsdóttir bónda á Eiði á Langanesi Ingimundarsonar skálds
í Sveinungsvík. Sonur Þorgríms var Þorsteinn í Dölum, sem átti
Guðrúnu Jónsdóttur prests á Hjaltastað, sem „fjandinn“ snerist
í kringum. Þeirra son var Stefán á Egilsstöðum faðir Jóns s. st.
föður Stefáns, föður þeirra Stefáns á Rauðhólum og Stefaníu í
Syðrivík og Sigurbjörns í Götu. Annar sonur Þorgríms var Sig-
urður hreppstjóri í Vatnsdalsgerði hinn kynsæli. Málfríður dóttir
hans var föðurmóðir Málfríðar á Höfða, móðurmóður minnar.
Sigurður í Fremri-Hlíð Þorsteinsson er kominn út af tveimur dætr-
um Sigurðar. Jón Sigurðsson var forfaðir Halls á Kóreksstöðum.
Ingibjörg var langamma Ingunnar, konu séra Einars Þórðarsonar í
Hofteigi. Elín var amma Jóns Skjaldar. Enn var sonur Þorgríms,
Ögmundur í Vestdal, á marga afkomendur. Móti Þorgrími býr
Bjarni Sveinsson, sonur Ólafar systur Björns sýslumanns á Bustar-
felli Péturssonar. Hann bjó síðar á Brú, en síðast í Sandvík í Norð-
firði og var faðir Sveins í Viðfirði forföður Viðfjarðarættar. í
annari hjáleigunni býr nú Ingtbjörg Rustikusdóttir, orðin ekkja;
ek'ki verður vart við hennar Kolbeins börn í Vopnafirði, sem að
vísu ekki er að marka. í hinni lijáleigunni býr Gróa Helgadóttir.
Hún býr með manni sínum, Rafni Jónssyni, í Fagradal 1703. Ekki
verður heldur vart v.ið hennar Rafns börn í Vopnafirði, en ef til
vill hef ég ekki kannað það nógu vel. A Bökkum býr Oddur Gísla-