Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 168
164
MÚLAÞING
Dvergasteins, var Vigfús Erlendsson lögmaður og hirðstjóri á
Hlíðarenda (d. 1521). Móðir Vigfúsar var Guðríður Þorvarðar-
dóttir Loftssonar ríka. Það virðist því, að Dvergasteinn sé meðal
eigna þeirra, sem Loftur ríki hafði umráð yfir á sínum tíma.
Svo er að sjá, að Páll sonur Vigfúsar hafi endurbætt bæði jörð
og kirkju á Dvergasteini. Hann seldi Birni Jónssyni á Eyvindará
1. júlí 1549. Var staðfest bréf um það á Eyvindará 24. janúar 1550
af þremur viðstöddum mönnum: Dvergastein 12 hundruð kaupa-
hlutann og 12 hundruð kirkjuhlutann og jörðina „Bolstaði,“ þ. e.
Kolstaði, sem hann reiknaði kaupahlutann 3 hundruð og kirkju-
hlutann 3 hundruð, ennfremur jörðina „Sollastaði," þ. e. Sörla-
siaði, alla 6 hundruð. Björn greiddi með Þrándarholti á Suðurlandi
30 hundruð (Fbr. XI. bls. 718). Með kaupbréfinu var máldagabréf.
Eru þá eignir kirkjunnar þá svipaðar og í Vilchinsmáldaga (Fbr.
XI. bls. 719). Annað hvort hafa erfingjar Vigfúsar selt jarðirnar
í því ástandi, sem þær voru, eða þeir hafa verið búnir að endur-
reisa Dvergastein og þá selt jarðirnar fullu verði sem líklegra er,
samariber verð það, sem Björn á Eyvindará greiddi.
Þær sundurlausu heimildir, sem til eru um Seyðisfjörð frá land-
námi til 1550 segja fátt um atvinnuvegi þar. Auðséð er þó, að land-
búnaður hefur verið stundaður, en hefur þó sennilega verið smá-
búskapur víðast. Mat það á jörðunum, sem kunnugt er, virðist
benda til fremur erfiðra búskaparskilyrða. Utræði hefur þó verið
stundað og örnefnin Sleitunaust og Klausturhöfn benda til þess. í
Sleitunausti átti Dvergasteinskirkja uppsátur, og Klausturhöfn virð-
ist hafa verið útróðrastaður frá Skriðuklaustri, þótt þar sé lítið
aíhafnasvæði. Hins vegar er örnefni í Brimnesslandi, þ. e. Klaust-
urskemmutangi, norðan fjarðar beint á móti Klausturhöfn í Þór-
arinsstaðalandi, sem bendir til þess, að þar hafi klaustrið haft hús
til geymslu sjávarafurða. Það liggur beinast við að ætla, að Seyð-
firðingar hafi lifað báðum höndum af landbúnaði og fiskveiðum.
A flestum jörðum er sæmileg lend.ing yfir sumarið.
Þar sem engar heimildir eru nú til frá þessum tímum, sem hægt
ei að byggja atvinnusögu fjarðarins á, verður ekki frekar rætt um
það efni hér.
Að lokum vil ég vekja athygli á því, að örnefnin Hánefsstaða-