Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 128
124 MÚLAÞING
og eins fór snemma að bera á því, að ýmsum sóknarbörnum hans
mislíkaði framkoma hans í embættinu.
Sumarið 1890 kom Hallgrímur Sveinsson biskup í yfirreið tii
Austurlands, m. a. til Seyðisfjarðar. Þegar hann að venju spurði
um samkomulag prests og safnaðar, urðu menn úr sóknarnefndinni
til að kvarta yfir framkomu prests. Eftir á kvaddi biskup prest og
sóknarnefnd til sérstaks fundar, og tókst að miðla svo málum, að
báðir sættu sig við.
SELSTADAMÁL
A Selstöðum, hjáleigu frá Dvergasteini, bjuggu hjónin Björn,
Hermannsson Halldórssonar frá Fjarðarkoti og Rannveig Stefáns-
dóttir frá Stakkahlíð. Þau voru vel metin og vinsæl.
Um þessar mundir höfðu nokkrir færeyskir bátar fengið upp-
sátur í Selstaðavík. Yoru af því drjúgar tekjur fyrir ábúandann.
Uppsátrinu fylgdi einnig skeljataka til beitu, sem Færeyinga var
siður, og netalagnir fyrir landi. Mun presti hafa þótt tekjur þessar
umfram leiguliðanot og vildi losa ábúðina. Bauð hann Birni aðrar
jarðir til ábúðar, en hann vildi því ekki sinna. Lauk þessari mála-
leitan með því, að prestur fékk Björn til að gjöra við sig samning,
sem reyndist Birni svo viðsjáll, að prestur fékk á honum útbygg-
ingarsök, sem hann fylgdi eftir með útburði 8. júní 1892.
Þetta mál varð óvinsælt meðal sóknarmanna og mun hafa verið
aðalorsök þess, að nokkrir þeirra vildu ekki una þjónustu prests
og leystu sóknarbandið.
KÆRA OG GAGNSÓKN
Samsumars sendu nokkrir sóknarbúar biskupi kæru á hendur
presti. Kært er þar yfir því, að prestur hafi ekki haldið sættagerð-
ina frá 1890 í samskiptum og sambúð við sóknarmenn, en hafi farið
áfram með ójöfnuði og yfirgangi. Er þar sérstaklega nefnt til Sel-
staðamálið.
Nokkru síðar stefndi prestur einuin kærandanna, Sigurði Eiríks-
syni í Berlín í Seyðisfjarðarkaupstað, til ábyrgðar fyrir kæruna.
Mál þetta var tekið fyrir 24. janúar 1893. Séra Björn sótti málið
sjáifur, en verjandi fyrir hönd Sigurðar var Bjarni hreppstjóri