Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 97
MÚLAÞING 93 urs frá Guðbrandi biskupi á Hólum, en það er talið ritað árið 1602 (Bréfabók 616—619). Hér greinir biskup svo frá, að sú áþján þjaki nú almúga norðan lands, að „jarðir klaustra og bænda eru dýrara byggðar en að fornu, en landgæðum og kostum fer þó aftur, þar jarðir eru útsprengdar með kúgildi, svo þar sem ekki hafa fyrr ver- ið nema 6 kúgildi með jörðu, þá má til bera þar sé með 12, sextán eða meir, svo fátækir geta ekki einn.i kind upp komið.“ Rétt er að leggja áherzlu á það, að biskup tekur fram, að þessi útarman alþýðu eigi sér stað „hér fyrir norðan, einkum á klaustra jörðum, ég veit ei annars staðar af.“ Virðist síðasttalda setningin fela í sér það álit, að þróun þessi hafi ekki orðið í öðrum landsfjórð- ungum, þar eð bréfritari hefur krafsað ummælin um klaustrin á spássíu, og getur setning þessi því ekki átt við þau. Að sjálfsögðu færðust álögur af þessu tagi í vöxt um land allt, er á leið (smbr. Economy and History 61), en þessu sinni er bó fyrst og fremst skír- skotað til Hólastiftis, hverju sem kenna má örar,i þróun þessara mála þar en annars staðar. A hitt er og að líta, að því fer fjarri, að kúgildi séu óeðlilega mörg á Skriðuklaustursjörðum á f. hl. 17. aldar. Til dæmis lítur kúgildafj öldi á hinum 37 jörðum staðarins þann veg út skv. H, að 1 kúgildi mætir u. þ. b. hverjum 7.15 hundr- uðum í jörðu. Nú þótti hæfilegt, að eitt kúgildi kæmi til jafnaðar á hver 4 til 5 jarðarhundruð, og sýnir þessi tala, að því fer fjarri, að leiguliðar Skriðuklausturs séu þjáðir þann veg, sem Guðbrand- ur kvartar um nyrðra. Fremur væri ástæða til að reyna að skýra ó- eðlilega kúgildafæð á sumum jarðanna. Séu borin saman kúgildi og landskuldir á jörðum klaustursins samkvæmt D—H, kemur í ljós, að heimildir þessar eru því sem næst samhljóða, hvað þetta áhrærir. Augljóst er, að jarðabækur þessar eru ritaðar hver eftir annari ellegar eftir sameiginlegri frum- heimild. En jafnframt gefur samræmi þeirra ótvírætt til kynna, að engar teljandi breytingar verða á kúgildatölu jarðanna og land- skuldum á þeim 44 árum, sem hér um ræð.ir. Vissulega verður ekki J framhaldi af þessu fullyrt, að sami óumbreytanleikinn einkenni verðlagningu jarðanna og ábúð næstu 43 árin, áður en D er skrif- uð, þaðan af síður þann rúma aldarhelming, sem klaustrið starf- aði, Benda má á, að fullkomin óregla virðist ríkja milli hundraða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.