Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞING
farinn að geta gengið lengur, svo hitt, að hann var búinn að missa
allan mátt; hann bjóst því við að deyja undir þessum steini.
I miðju fjallinu ofan við bæinn í Hnefilsdal er dálítið kletta-
belti, kallað Votubjarg. Skammt fyrir neðan bjargið er grjóturð,
sem einbvern tíma hefur hrunið úr því. í þessari urð er steinn sá,
er áður getur og Sveinn var setztur að undir. Það var venja móður
minnar að l'áta loga ljós hjá sér á nóttunni, ef hún þyrfti eitthvað
að sinna börnunum; svo var líka í þetta skiptið. Lét hún loga á
týru, sem stóð við rúmið gegnt glugga, er vissi upp að fjallinu.
Þessa nótt var einmitt bjart veður, svo að ljósið sást frá steininum.
Sveinn tekur eftir þessu, heldur fyrst, að þetta sé stjarna, en hún
er bara svo óeðlilega lágt á loftinu, dettur svo í hug, hvort þetta
kunni að vera ljós á eirihverjum bæ, fær örlítinn lífsþrótt og nýja
von og bröltir af stað í stefnu á Ijósið.
Fljótlega fór Sveinn að finna til í fótunum, leið hann oft miklar
kvalir sem vænta mátti, því að hann var mrkið kalinn á háðum
fótum. Þegar Sveinn fann sem mest til, viðhafði hann hinn hroða-
legasta munnsöfnuð með blóti og formælingum, en var hinn kát-
asti þess á milli. Við strákarnir vorum þá við rúm hans, og sagði
hann okkur þá sögur og smíðað.i handa okkur menn og dýr úr tré-
bútum, sem við drógum að honum. Faðir minn fékkst nokkuð við
ymsar lækningar; var hann stundum sóttur lengra að í slíkum er-
indum. Létu læknar hann hafa hjá sér umbúðir og nauðsynlegustu
lyf. Nú stundaði hann Svein, bjó um fætur hans og hafði við þá
sótthreinsaðar umbúðir. Þetta gekk vel í fyrstu, en þegar holdið
fór að rotna, var þetta erfitt viðfangs. Þegar svo var komið, þótti
sýnt, að Sveinn yrði að komast undir læknishendur, en hér var ekki
um gott að gera, allt á kafi í snjó og oftast hin versta tíð eins og
jafnaðarlega þennan vetur. Það var svo um þorrakomuna, að haf-
izt var handa með það að flytja Svein til læknis.
Til þessarar ferðar fékk faðir minn Þorvald Benediktsson bónda
í Hjarðarhaga, hinn mesta dugnaðarmann. Með ’honum sendi hann
vinnumann sinn, Sigurð Eyjólfsson að nafni. Smíðað var rúm á
sleða og tjaldað yfir, síðan var duglegur hestur látinn draga sleð-
ann, þar sem þess var nokkur kostur. Þetta var hin versta og erf-
iðasta ferð, fara þurfti fyrir Heiðarenda og síðan upp allt Hérað