Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 177
MÚLAÞING
173
átti ekkert kos. Mér voru sýndir tveir vegir, en aðeins annar stóð
mér opinn. Og ég lagði út á hann og hef gengið hann síðan —
viljugur. Og þó — stundum hefur hugurinn leitað inn á þær götur,
sem liggja ofar í hlíðum en slóð fátæks erfiðismanns. Ekki svo að
skilja, að hlutskipti bóndans, sem á sitt land og vinnur því, sé ekki
hverjum manni samboðið. En mig langaði í skóla og treysti mér við
bækur og lærdóm. Eg fann, að hann langaði til að hjálpa mér, en
hann hafði nóg með að kosta Jón son sinn og a. m. k. að nokkru
leyti Einar Jónsson síðar prófast á Hofi.
Minningin um þessi ummæli er bæði björt og sár, og hafi ég ekki
verið búinn að fyrirgefa honum atvikið í sambandi við folana,
gerði ég það heils hugar þennan dag.
Ármann Halldórsson.
FÉLAGSLÍFIÐ OG BAKKUS UPP ÚR ALDAMÓTUNUM. Þorsteinn M.
Jónsson kom með ungmennafélagshreyfinguna til Austurlands. Hann stofnaði
árið 1907 umf. Morgunstjörnuna í Vallahreppi, og á næstu árum voru stofn-
uð ungmennafélög í mörgum sveitum á Héraði og Vopnafirði og víða í Fjörð-
um, t. d. Seyðisfirði, Mjóafirði og Norðfirði. Ungmennafélögin urðu réttir
arftakar bindindisfélaganna, sem áður störfuðu víða og höfðu með höndum
ýmiss konar starfsemi umfram bindindismál. T. d. mun bindindisfélagið í
Hjaltastaðaþinghá hafa byggt samkomuhúsið á Kóreksstöðum, sem notað var
til funda og samkomuhalds fram yfir 1940. Ungmennafélögin höfðu bindindi
á stefnuskrá sinni og urðu raunar á þessum tíma að hafa fullkomið bindindis-
heit til að ná þátttöku í U.M.F.Í. Víða urðu átök um bindindisheitið í félögun-
um. Sigurbjörn í Gilsárteigi man hin fyrstu ungmennafélagsár á Völlum. Þar
var bindindisheitið samþykkt og gengið eins hart eftir, að því væri framfylgt,
og hægt var. Einu sinni var maður kærður fyrir að hafa sopið á flösku sér til
hita í byl uppi á Fjarðarheiði, en sá vildi ekki við kannast, og varð rekistefna
út af. Niðurstaðan varð sú, að hann var dæmdur í hálfa sekt — eina krónu •—
þar sem ekki varð sannað, að hann væri sekur. Baráttan við áfengið skapaði
sterkt almenningsálit gegn því, segir Sigurbjörn, einkum meðal ungs fólks. Sá
siður tíðkaðist, að ókvæntir piltar efndu til mannfagnaðar á yngismannadag-
inn og stúlkur á sumardaginn fyrsta. Einu sinni kom maður nokkur þéttkennd-
ur á meyjaball. Stúlkurnar vildu ekki dansa við hann, og tók hann það svo
nærri sér, að hann fór að skæla úti undir vegg.