Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 160
156 MÚLAÞING
átt þetta ítak. Eí bænhús á Þórarinsstöðum hefði verið helgað Ól-
afi konungi, hefði það verið tekið fram í máldögunum.
Samkvæmt Vilchinsmáldaga eru 10 bæir byggðir í Seyðisfirði
á fjórtándu öld, og eru bænhús á þremur. Þau hafa verið á Brim-
nesi, í Firði=Seyðisfirði og a. 1. á Þórarinsstöðum, þótt það sé
ekki fullvíst.
í Vilchinsmáldögunum eru nafngreindir þessir bæir auk Dverga-
steins: Kolstaðir, Brimnes, Seyðis-Fjörður og Þórarinsstaðir. Vant-
ar þá vitneskju um 5 bæina, en þeir munu hafa verið Vestdalur,
Sörlastaðir, Hánefsstaðir, Austdalur og Skálanes.
Það mun vera óhætt að fullyrða, að Bjólfur byggði bæ sinn í
Firði, eftir að hann hafði athugað landkosti. Hann kann að hafa
lekið sér bólfestu utar með firðinum fyrst í stað, en mun hafa
komizt fljótt að því, að vetrarríki var minnst inni í fjarðarbotni
og styttri leiðir þaðan til annarra byggða.
Erfitt er að ráða í, hvernig byggð hefur þróazt i Seyðisfirði.
Sennilegast er, að nokkur tími hafi liðið frá því Bjólfur byggði
bæ sinn, þar til aðrir bæir voru byggðir. Bæjarnöfnin, sem enda
á staðir hafa varla komið fyrr en á tíundu og elleftu öld, en um
1200 hafa sennilega allir bæirnir verið byggðir og atvinnuhættir
komnir í nokkurn veginn fast form. Itök kirkjunnar á Dvergasteini
benda til þess, að Kolstaðir hafi verið byggðir úr landi Dverga-
sleins og þá líklega miklu síðar en Dvergasteinn var byggður.
F.nnfremur benda þau til þess, að á Brimnesi hafi búið fólk, sem
iagði kirkjunni til ítök, auk þess sem bænhús þar bendir til þess,
að jörðin hafi alllengi verið í byggð. Önnur ítök kirkjunnar voru
í landi Þórarinsstaða og Skálaness. Auk þess hefur bænhúsið i
Firði átt hluta úr Þórarinsstöðum.
Jarðirnar á Suðurbyggðinni hafa vafalaust smábyggzt úr land-
námi Bjólfs, en í hvaða röð og af hverjum, er ókunnugt og verður
ekki rakið hér. Hafi Helga Bjólfsdóttir gifzt Ani Þorsteinssyni í
Húsavík, er líklegt, að uppbygging á norðurbyggðinni hafi verið
vegna innflutnings fólks í fjörðinn og þá að tilhlutan og vegna
viðskipta við Húsvíkinga, en vitanlega verður ekkert fullyrt um
þetta. Síðar verður v.ikið að einstökum býlum, eftir því sem rekst
úr efninu og örnefni benda til.