Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 143
múlaþing
139
árum en nú gerist, síldin var öll söltuð til útflutnings, nema það lítil-
ræði, sem notað var til beitu. Frysting beitusíldar hófst ekki fyrr
en haustið 1894, en þá tók til starfa fyrsta frystihúsið, sem byggt
var hér á landi, að Brekku í Mjóafirði, byggt fyrir Konráð Hjálm-
arsson síðar kaupmann á Norðfirði. Tilkoma frystihúsanna, sem
mörg risu upp á Austfjörðum á næstu árum, varð alveg ómetanleg
lyftistöng fyrir fiskveiðarnar, og kem ég betur að því síðar. Í ný-
útkominni bók eftir merkan mann er lítillega minnzt á síldveið-
arnar á Austfjörðum og sagt, að Norðmennirnir hafi ausið síld-
inni upp í tunnur. Svo einfalt var þetta nú ekki, enda varla af þekk-
ingarleysi mælt, heldur komizt svo að orði til að leggja áherzlu á
það mikla síldarmagn, sem barst á land úr fjörðunum mestu síldar-
árin.
Eg hef lítillega áður getið þess, hvernig síldin var tekin úr lásun-
um með úrkastsnót.
Nótabátarnir voru notaðir við síldarupptökuna, og varð því að
handháfa síldina upp í þá, þar sem engin tök voru á að beita annarri
tækni. Háfarnir voru skaftháfar, skaftið 3—4 metra langt á þeim
stærstu. Á enda skaftsins var hringur eða gjörð úr járni eða tré
og á hann festur poki úr sterkri nót, sem tók 3—4 tunnur af síld.
Minni háfar voru þó til. Þegar háfað var, hélt einn maður skaftinu,
en 3—4 menn gripu um pokann og steyptu síldinni inn fyrir borð-
stokkinn. Háfunin var erfitt verk, og þegar báturinn tók að fyllast,
stóðu menn upp undir hendur í síldarkösinni, og var þá betra að
vera vel verjaður eins og reyndar alltaf, hvað sem unnið var við
þessar veiðar. Þegar búið var að fylla bátinn, var róið að landi,
þar sem salta átti síldina. Stampar með tveim hönkum voru notaðir
við löndunina. Á bryggjunum var oftast útbúnaður til þess að létta
verkið, það var vippan. Þetta var einfalt tæki þannig gert, að upp
úr bryggjunni framarlega stóð nokkuð hár staur. Á honum hékk
þvertré í sterkri járnkeðju, í annan enda þvertrésins var festur
kaðall, en í hinn endann tveir kaðlar með krókum á endum til að
krækja í hankana á stömpunum. Tveir menn gengu svo á vippukað-
alinn og lyftu stömpunum upp á bryggjuna með því að toga til sín
vipputréð, aðrir menn tóku svo stampana og drógu þá að síldar-
rennunum. Til þess voru notaðir tréhakar með spotta í enda, og var