Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 122
118 MÚLAÞING
mun þá verða mjög gott ár,
maður upp frá þessu.“
En eins og ég segi, mér hefur viljað bregðast þetta.
— En hvað sögðu gömlu mennirnir um heilagan Mikjál og hans
dag?
— Eg kann nú engan kveðskap um hans dag, en þeir fóru líka
eftir kyndilmessunni. Um hana sögðu þeir:
„Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp frá þessu.“
Og svo eru það vorhretin. Ekki var hann pabbi minn til dæmis
hrifinn af góðri viðran í dymbilviku, v.ikunni fyrir páskana. Nei,
þá óttuðust þeir ill veður upp úr páskum. Þetta reyndist nú vera
svo í vor. Það voru dágóðir dagar fyrir páskana, en eftir páska
gekk í verri veður, eins og þú manst, og ætlaði aldrei að skána.
Annars er nú átrúnaðurinn farinn að minnka á þessu, og kann
að vera að þetta sé hálfgerð bábilja. Sumir trúa þessu samt enn,
það er víst.
— Já, og hvorki þriðji jirnmtudagur í góu né heldur dymbilvik-
an brugðust okkur að sinni.
BOTNINN SLEGINN í TUNNUNA
Lengi gætum við Helgi setið og spjallað. Við höfum gleymt
klukkunni, sólin gengið til vesturs og hænurnar breytt um tóntegund.
Og þegar húsfreyjan að gömlum og góðum sið kallar á okkur í
kaffi, þá veit ég, að þótt þráðinn þrjóti í þetta sinn, þá er enn af
miklu að taka. Við höfum einungis tæpt á ísavetrunum, barningi
kreppuáranna og fleiri kapitulum úr sögu fólksins í landinu. En
kaffið má ekki bíða, og við Helgi ætlum okkur háðir að lifa miklu
lengur, og setjum því punktinn hérna í þetta skiptið.