Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 106
102
MÚLAÞING
Þá hefur og lausum aurum staðarins verið varið til kaupa á nauð-
synjum ýmsum, svo sem innanstokksmunum kirkju og skrúða, en
einnig bókum. Hefur þegar komið fram, að svo vel var að klaustrinu
búið í því tilliti, að til þess hefur allmiklu verið kostað. Margs hefur
og þurft við til staðarreksturs, sem hér yrði of langt upp að telja, en
alit krafizt nokkurs fjár.
Yfirleitt virðast þær dreifðu heimildir, sem varðveitzt hafa um
fjárhag Skriðuklausturs, gefa ástæðu til bjartsýni hvað hann áhrær-
ir á fyrri árum munklífisins. Kemur það vel heim við aðrar hug-
myndir um staðarreksturinn framan af. Aðgerðir allar einkenn-
ast af þrótti brautryðjendanna. En er á líður hina stuttu sögu, þverr
starfseminni megin. Oþarft er að spá í spil þeirrar framtíðar, sem
klaustrinu kynni að hafa verið búin, hefðu ekki siðaskiptin dunið
yf.ir. Má vera, að staðurinn hefði enn eflzt að mun. Nú fór þó á
annan veg. Krumma konungsvaldsins hrifsaði til sín alla þá fjár-
muni, er ætlaðir höfðu verið kristni og kirkju til eflingar. Ævisaga
þeirra Narfa og Þorvarðar er harmleikur. I þeirra hlut kemur að
eyða drjúgum starfskröftum í vonlaust verk. Og þó hafa þeir ekki
hugmynd um, hvert stefnir. Þorvarður príór dregur til sín Borgar-
höfnina, þessa perlu kostasælla héraða, 80c jörð. Síðast kaupir hann
hluta hennar 1522. Og enn á hann ókeyptan Kolmúla, svo og Selja-
mýri. Þannig heldur hann áfram að efna til nýrra máttarviða í skip
heilagrar rómverskrar kirkju á íslandi. En suður í löndum situr
reglubróðir hans og hefur þegar rifið botninn undan þessu sama
skipi. Og öll barátta hinna tveggja príóra fyr.ir bættum fjárhag
klaustursins að Skriðu á von bráðar eftir að þjóna þeim tilgangi
einum að herða það steinbítstak, sem Danakonungur hefur á lands-
lýð öllum úti hér. Svo kaldhæðin er viðburðanna rás. Svo lítið leggst
hér fyrir góða drengi.
Frekar skal ekki fjölyrt um fjárhag Skr.iðuklausturs, þar eð nú
hefur flest það verið týnt til, sem unnt er að henda reiður á í heim-
ildum um það efni.
Skrá yfir heimildir þœr, sem til er vitnað í framanrituðu máli:
A. HANDRIT:
Þjskjs. Bps. B III 2, BPS A II 8, BPS A II 10. Danska sendingin 641 (pakki