Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 158
154
MULAÞING
ur segir, að hafi verið komnir af ísólfi. Það leiðir því af því, sem
um þetta segir í Landnámu, að Isólfur hefur verið maður Astríðar,
enda þótt það bendi til þess, að Bjólíur hefur verið miklu yngri
ntaður en Herjólfur landnámsmaður í Breiðdal, sem Ástríður var
komin af. Ættliðirnir væru þá svona: Herjólfur — Ásvör — Þor-
valdur holbarki — Ástríður — Ásbjörn loðinhöfði — Bjólfur —
Isólfur — Ásbjörn loðinhöfði.
Eins og sést af ættliðafjöldanum, mætti ætla, að ísólfur hafi átt
son, sem ekki er nafngreindur, og gæti það átt sér stað. En hvort
scm væri, að Ástríður hafi verið kona ísólfs eða sonar hans, er
Þórarinn afkomandi ísólfs samkvæmt því, sem Kolskeggur segir á
elleftu öld. Þórarinn hefur verið fæddur um 950, því að Þorleifur
kristni hálfbróðir hans var í förum fyrir 974, en þeir Þórarinn og
Þorleifur voru sammæðra. Líklegast er, að Bjólfur hafi ver.ið á
aldur við Ásvöru Herjólfsdóttur, Herjólfur dó snemma, og getur
það bent til þess, að hann hafi verið aldraður, þegar hann nam
Breiðdal. Ekkja Herjólfs hefur hins vegar verið miklu yngri, því
að hún átti börn með Brynjólfi gamla bróður Herjólfs. Hún gæti
hafa verið síðari kona Herjólfs og að Ásvör hafi ekki verið dóttir
hennar. Skal svo ekki fjölyrt meir um þetta atriði, en því slegið
föstu, að afkomendur Bjólfs hafi ’búið í Seyðisfirði fram á síðari
hluta elleftu aldar að minnsta kosti.
Kona Bjólfs er ekki nefnd, hins vegar getið tveggja barna hans,
ísólfs og Helgu. Þegar Helga gekk að eiga Án ramma, gaf Bjólfur
henni alla norðurströnd Seyðisfjarðar inn að Vestdalsá. Þess er
ekki getið, hvar þau bjuggu. Líklegt er, að Án í Húsavík Þorsteins-
son sé maður Helgu og að þau hafi búið í Húsavík, því að af Áni
voru Húsvíkingar komnir, samkvæmt frásögn Kolskeggs. ísólfur
hefur þá fengið alla suðurbyggðina í Seyðisfirði .inn fyrir fjarðar-
hotn að Vestdalsá. Óvíst er, hvar Bjólfur tók sér bólfestu, þótt lík-
legt sé, að bær hans hafi verið í Firði. Það eru engar heimildir til
um, hvernig fjörðurinn byggðist að öðru leyti. Það er því allt
ókunnugt um það og hver landaskipan var og eigendur fyrstu ald-
irnar.
Næst getur Seyðisfjarðar um 1200 í kirkjuskrá Páls biskups
Jónssonar. Þar stendur þetta: „Seyðarfjörður kirkja á Dverga-