Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 156
152
MÚLAÞING
Dæmi um þaS frá söguöld má nefna Gunnar á Hlíðarenda, Gretti
Asmundsson og marga fleiri, sem í raun og veru voru óbilgjarnir
ofstopamenn, og fengu þar af leiðandi samtímamenn sína upp á
móti sér og féllu svo sjálfir, vegna þess að þeir kunnu ekki að
vægja, þ. e. a. s. þeir kunnu ekki að lifa í lögbundnu þjóðfélagi.
Vegna þess að frásagnirnar eru gerðar af fullkominni snilld, hafa
þær greipt sig í vitund þjóðarinnar og valdið því, að athyglin hefur
beinzt frá öðrum og þýðingarmeiri atriðum í lífi þjóðarinnar á
söguöld og allt fram til loka þjóðveldisins.
I Seyðisfirði þekkjast engar frásagnir frá þessum tímum um
róstur og vígaferli. Þess vegna verður þetta byggðarlag útundan í
sögunni eins og mörg fleir.i, sem líkt stóð á um. Hins vegar hefur
þar verið búið frá landnámstíð og lífinu lifað eftir efnurn og ástæð-
um hverju sinni.
Landnáma segir þannig frá upphafi byggðar í Seyðisfirði:
„Bjólfr, fóstbróðir Loðmundar, nam SeySisfjörð allan ok bjó þar
alla æv.i. Hann gaf Helgu dóttur sína Áni inum ramma, ok fylgdi
henni heiman öll in nyrðri strönd Seyðisfjarðar til Vestdalsár.
ísólfur hét sonr Bjólfs, er þar bjó síðan ok Seyðfirðingar eru frá
komnir.“ Og áður er þessa getið í Landnámu: „Loðmundur inn
gamli hét maðr, en annarr Bjólfr, fóstbróðir hans. Þeir fóru til ís-
lands af Vors af Þulunesi. Loðmundur var rammaukinn mjök ok
fjölkunnigr. Hann skaut fyrir borð öndvegissúlum sínum í hafi
ok kvaðst þar byggja skyldu, sem þær ræki á land. En þeir fóst-
bræðr tóku Austfjörðu . . . .“
„Nú hefir Kolskeggr fyrir sagt héðan frá um landnám,“ segir í
Landnámu og hann byrjar landnámsfrásögn sína þannig: „Þor-
steinn kleggi nam fyrstr Húsavík ok bjó þar. Hans sonr var Án,
ei Húsvíkingar eru frá komnir.“
Áður er sagt frá því í Landnámu, að Ásröður á Ketilsstöðum
átti Ásvöru Herjólfsdóttur og að sonur þeirra var Þorvaldur hol-
barki faðir Þórunnar konu Þorbjörns Graut-Atlasonar, önnur
Ástríður, móðir Ásbjarnar loðinhöfða, föður Þórarins í Seyðisfirði,
föður Ásbjarnar, föður Kolskeggs ins fróða ok Ingileifar móður
Halls, föður Finns lögsögumanns.
Öðru og meira er ekki sagt frá í Landnámu. Af þessum frásögn-