Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 164
160
MÚLAÞING
að segja samkv. heimildum, annar af Noregskonungum, en hinn
af landnámi í Austfjörðum a. m. k. ísleifur biskup sonur Gissurar
hvíta er á svipuðum aldri og þeir Oddur og Kolskeggur. Við vitum,
að Isleifur var settur til mennta, og ég held, að það sé engin fjar-
stæða að geta þess til, að sonarsonur Síðu-Halls og sonarsonur
Þórarins bróður Þorleifs kristna hafi verið settir til einhverra bók-
mennta, þótt þeir hafi ekki stundað nám erlendis. Af Kristnisögu
og fleiru vitum við, að Gissur hvíti, Síðu-Hallur og Þorleifur kristni
voru meðal helztu frumkvöðla þess, að kristni var lögtekin árið
1000 og að engum hefur skilizt það betur en þeim, að nauðsyn
vær.i, að ungir menn lærðu bókfræði. Övíst er, hvar Kolskeggur
hefur haft heimili og svo er og unr Ingileif systur hans. Vafalaust
hafa þau samt átt eignir í Seyðisfirði, sem þau hafa erft eftir föð-
ur sinn.
Það má telja víst, að Þórarinn eða Asbjörn sonur hans hafi
byggt eitthvert guðshús á bæ sínum, a. 1. kirkju skömmu eftir kristn,i-
tökuna og að Ólafur helgi í Seyðisfirði, sem máldaginn getur, séu
leifar þeirrar kirkju. Upphaflega þarf sú kirkja ekki að hafa verið
helguð neinum, en eftir að helgi Ólafs konungs varð kunn, hefur
hún ver.ið helguð honum. Að þetta guðshús á hluta í Þórarinsstöð-
um, sýnir, að niðjar Isólfs hafa átt jörðina, og nafnið á henni má
vafalaust rekja til nafns mannsins, með hvaða hætti sem það hefur
verið. Hann gæti hafa byggt á jörðinni og búið þar eitthvað, þótt
líklegra sé, að nafnið stafi frá niðja hans og að ítökin í jörð.inni
séu síðar tilkomin en sjálf kirkjubyggingin. Þegar sóknarkirkja
var reist á Dvergasteini, hefur kirkjan, sem áður var, breytzt í
bænhús. Af Vilchinsmáldaga sést, að allvel hefur verið búið að
Dvergasteinskirkju á fjórtándu öld, en þegar máldaginn var gjörð-
ur, virðist ekki hafa verið prestur þar, en kirkjubóndinn, Jón
Magnússon, hafi skuldað fyrir 11 ára fyrningu 4 hundruð og mörk.
Hins vegar telur hann sig eiga útistandandi 5 hundruð og 12 aura
í tíundum hjá söfnuðinum. Þetta bendir til hnignand.i kristnihalds
í Seyðisfirði og lélegrar stjórnar á málefnum kirkjunnar.
Eftir að frásögnum Landnámu lýkur og íslendingasagnanna, eru
engar beinar heimildir um Seyðisfjörð, fyrr en máldagarnir, sem
hér eru skráðir, koma til sögunnar. „Svarti dauði“ geisaði í land-