Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 172
168
MÚLAÞING
þó góður við reiðhesta sína, en hestar voru honum bæði yndi og
þörf, enda orðlagður hestamaður.
Svo líður veturinn fram á lönguföstu, og brottfarardagurinn
rann upp, sólbjartur og fremur mildur dagur á hörkuvorinu 1869,
klaki í blánum og ís í Selfljóti. Björn litli stakk kverinu sínu í
þverpoka og hnýtti í sauðband. Það var eilítill fjóseimur af því,
enda hafði hann setið með það marga stund um veturinn á skeml-
itmm á tröðinni. Nú felur hann kvíðann á bak við stoltið, en á svo-
lítið bágt með sig, þegar hann leggur af stað. Þegar hann kemur
niður undir fljótið, sér hann hvar Stebbi — Stefán Stefánsson frá
Ketilsstöðum, síðar í Steinholti í Seyðisfirði — kemur til móts við
hann, og þeir verða samferða. Þeir voru á líku reki og vinir og
fara nú að tala um framtíðaráform sín:
— Eg ætla að verða kaupmaður, segir Stebbi, en Bjössa var í
svo fersku minni viðurkenningarorð séra Jakobs um haustið, hest-
ar hans og myndugleiki allur, að hann óskar sér hlutskiptis kenni-
manns í þessari fyrstu heimanför.
Sama dag hófst kennslan hjá séra Jakobi. Hófst með því, að
prestur leggur fyrir þau þessa spurningu:
— Hvað þurfa börnin fyrst að læra?
— Að elska guð og menn, svarar Stebbi að bragði, orðglaður
strákur og öruggur.
— Jæj-a, segir prestur nokkuð dræmt og svipurinn óræður,
jafnvel beggja blands. Lítur til Bjössa, sem finnst ekki ráðrúm til
að hugsa sig um og ekki ráðlegt að svara eins og Stebbi.
— Að hlýða, hrekkur af vörum hans.
Þá var sem gríma félli af presti: — Alveg rétt; við verðum góðir
vinir.
Það er að vísu vafasamt, hvort Bóndastaðadrengur hefir full-
tamið sér þessa reglu, hvort hann er ekki náttúraðri fyrir að ráða
og fara sínu fram en að hlýða, jafnvel strax er þetta var, hvað þá
síðar meir, en svo skilyrðislaus er yfirdrottnun séra Jakobs á þess-
ari stund, að þetta kemur honum fyrst í hug, fyrst ekki er hægt að
notast við orðrétta ívitnun í kverið. Prestur getur látið þessi spurn-
ingabörn vaða eld og vatn, spilað á tilfinningar þeirra, hvort heldur
hann felur sig bak við grímu eða kemur til þeirra allur og heill. En