Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 40
38
MULAÞING
Elísabet í manntali 1816. Var það 1837, og hélt Jón Skriðuklaustur
um tíma. Oddur var nú fyrir búi hjá móður sinni, og var sagt, að
ekki hefði hann þótt neitt tál til kvennamála, fremur lítill vexti og
óskörulegur, en hið mesta góðmenni og geðprýðismaSur. Var hann
þó betur menntur en bændur almennt. Hann reyndist þó búsýslu-
maður allgóður. Þórunn Guttormsdóttir dó 1. sept. 1839, 71 árs
að aldri og var jarðsett á RefsstaS. Mér var sýnt leiði hennar, er
ég var á barnsaldri,* nú mun það týnt. Hún hafði haldið búi sínu
vel með forsjá Odds, frá því að hann reyndist til þess fær eftir
1820. Bar hún kórónuna í Krossavík til hinztu stundar og hafði
látið margt gott af sér leiða og var virt og dáð af öllum. Oddur
átti nú meira í búi móður sinnar en hin önnur systkini hans —
sem líka höfðu fengið mikið úr því áður — eftir langa þjónustu,
og gekk búið mjög í hans hendur, og hann settist að í bæ móður
sinnar, gamla, myndarlega sýslumannssetrinu. Þorsteinn hafði
byggt sér bæ niður af gamla bænum, er lengst af hét Neðribær í
Krossavík. En Guttormur mun hafa búið á Hellisfjörubökkum. Þor-
steini hafði skipzt hluti úr Krossavík, og var það lengi síðan sjálf-
stæð eign, en mikinn meirihluta jarðarinnar hlaut nú Oddur ásamt
fleiri jörðum, er hann átti síðan. Þórunn María missti mann sinn
sama ár og móðir hennar dó, og nú kom hún heim í Krossavík og
tók við búsforráðum hjá Oddi. Hún líktist föður sínum að vera
mjög sjálfstæð kona og fara sínu fram. Hins vegar hafði hún misst
allt, og skap hennar var ljúft og milt. Hún þótti mjög feta í fótspor
móður sinnar og hafa mest að segja, er einhvers þyrfti við. Var
hún gjöful og líknsöm. Að lokum varð Oddi auðið kvánarmála, er
hann var 39 ára að aldri. Stúlka hét Olöf Stefónsdóttir prests á
Völlum í Svarfaðardal Þorsteinssonar. Ólöf var bræðrunga við
Jónas Hallgrímsson og hálfsystir Jóseps lséknis Skaftasonar í
Hnausum, en alsystir Skafta Tímóteussonar, er dó í skóla. Þessi
stúlka hafði komið að Hofi í Vopnafirði um 1840, og nú ræðst
hún í að eiga Odd í Krossavík, og gengu þau í hjónaband 3. okt.
1844. Var hún 10 árum yngri en Oddur. Tók hún nú við búsfor-
ráðum með Oddi og þótti snemma farast það vel úr hendi. Var þá
* Það mun hafa verið Þórunn fyrri kona Guffrnundar sýslumanns. - Höf.