Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 115
MÚLAÞING
111
„ÞÁ VAR SJÓRINN SÓTTUR AF SUÐURBYGGÐ"
(Það skal tekið fram, áður en lengra er haldið, að Helgi er treg-
ur framan af, en hörfar undan smátt og smátt, þar til loks, að hægt
er að fara að stinga niður penna).
— Jœja, það er þá fyrst korna þín í þennan heim, Helgi minn?
— Eg leit víst dagsins ljós fyrst 14. september ár.ið 1895 á Kol-
múla í Fáskrúðsfjarðaíhreppi. Þar hjuggu foreldrar mínir, Sig-
urður Daníelsson og Guðrún Guðmundsdóttir, á þriðjungi jarð-
arinnar. A öðrum þriðjungi bjuggu Guðjón Jónsson og Kristín
Jónsdóttir á móti foreldrum mínum. En í einum heilum eru eins
og þú veizt þrír þr.iðjungar, og þriðji parturinn heyrði undir Hafra-
nesjörð og var nýttur af bændum þar.
— Hvernig var það í bernsku þinni með búskaparháttu á þessum
slóðum, var ekki nokkuð að jöfnu stundaður búskapur til lands og
sjávar?
— Jú, algjörlega. Jafnhliða.
— Gat það nú ekki stundum verið nokkuð erfitt að samrœma
það?
— Jú, það var nú reyndar oftast róið í smástrauma, og svo var
heyvinnunni sinnt í stórstrauminn.
— Já, en nú gat rignt í stórstrauminn?
— Já, en þá fórum við bara á sjóinn, því að það var fiskur í
firðinum, og við vorum alltaf að, þegar eitthvað var hægt að hafa.
Þá var alla tíð fiskur hér í firðinum yfir sumartímann. Alltaf hreint.
— En hvernig var með fiskirí á vetrum?
— Á vetrum rerum við ekki, nei. Rerum svona, þangað til síð-
ast í október á haustin, þá var oft ágætis afli. Svo lá þetta niðri
þangað til í maí á vorin, þá var aftur ýtt frá landi.
— Hvers konar fiskur var þetta aðallega?
— Þetta var stórýsa og þorskur, se.n fékkst á haustin, úti.
—- Utanjjarðar?
— Já, svona innan við Brökur og Skrúð í Álnum, sem kallað
var. Milli Vattarness og Skrúðs.
UNDIR ÁRUM OG SEGLUM
-— Hvers konar bátar voru þetta einkum, sem notaðir voru?