Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 20
18
MÚLAÞING
líkur eru á því, að það sé Finnur Hallsson, og eins og fyrr sagði
verður hann að vera í beinum ættlið frá Hofverjum, enda er móður-
kyn hans þekkt af Landnámu og komið úr fjarlægum sveitum. Senni-
lega hefur Finnur átt bæði Hof og Krossavík og hefur hlotið að
vera stórauðugur, þar sem hann, einn manna af Austurlandi, var
kosinn til æðstu tignar í þjóðfélaginu. Hofsgoðorð var eitt af þrem-
ur höfuðgoðorðum í Austfirðingafjórðungi. Yoru goðarnir þar
mikilsháttar menn og urðu að vera það af auði fyrst og fremst.
Enginn þarf að álykta, að þeir hafi lógað af auði sínum þvílíkri
eign, sem Krossavík var, enda hefur ekki geymzt neinn gjörningur,
er snertir Krossavík. Árið 1201 fer Guðmundur prestur Arason af
Alþingi til Svínafells í Oræfum og síðan norður um Austfirði, en
þá spurði hann lát Brands biskups á Hólum Sæmundarsonar. Sagði
Jón Sigmundsson á Valþjófsstað honum, að nú héldu Norðlend-
ingar ráðstefnu og kysu hann til biskups. Eftir það fer hann um
Hérað og gisti á bæ í Hlíðinni og dreymdi, að altarið í kirkjunni
á Völlum í Svarfaðardal félli sér í fang. Næst tók 'hann gistingu í
Krossavík í Vopnafirði, og er hann settist að borðum, komu þar
sendimenn Kolbeins á Víðimýri, Einar forkur, með tilkynningu um,
að hann væri kosinn biskup. Ekki er getið bóndans í Krossavík,
sem sýnir það, að hann hefur aðeins verið almúgamaður, en á slíka
menn minnist hin gamla sagnritun aldrei með nafni. Síðan fór hann
til Hofs, til Teits Oddssonar, það var goöinn á Hofi. Það var annað
að nefna nafnið hans. Á 13. öldinni voru þeir menn á Hofi, er eigi
létu minnkast að völdum og auði og hafa sjálfsagt ekki lógað
Krossavík úr eign sinni. En litlu eftir 1300 gengur Hof undir kirkj-
una í staðamálum og er síðan hennar eign. Síðastur Hofverjanna
er Oddur, d. 1391, Þorvarðsson hirðstjóra Þórarinssonar. Nú er
ekki Ijóst mál, hvað verður um Hofverja. Steinólfur bróðir Þor-
varðar bjó í Axarfirði fram á þennan tíma, og helzt lítur út fyrir,
að Ás-auðurinn, sem nú kemur fram í Axarfirði, sé hinn gamli
Hofverjaauður. Sjálfsagt hafa þó einhverjir Hofverjaættarmenn
fengið staðfestu í Krossavík og hafa búið þar út 14. öldina og haft
forræði á málum Voþnfirðinga.
Næst spyrst af Krossavík, að þar er kirkja, og er máldagi hennar
skrásettur í máldagasafni Vilchins biskups árið 1397. Ekki er það