Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 75
MÚLAÞING
73
Seljamýri. Við sjáum inn eftir dalnum inn af fjarðarbotninum.
Fjarðaráin liðast eftir dalnum milli rennisléttra grösugra bakka.
Sunnan fjarðar blasir við eyðibýlið Hjálmárströnd, þá er Sævar-
endi (í byggð). Innar er eyðibýlið Arnastaðir. Norðan ár er innst
eyðibýlið Bárðarstaðir, utar Ulfsstaðir og Klyppsstaður, nú bæði
í eyði. Uppi yfir byggðinni gnæfa hin tignarlegustu fjöll. Má nefna
Gunnhildi að sunnan, Herfell og Karlfell að norðan.
Nú voru Loðmfirðingar kvaddir, og héldu hvorir í sína átt. Við
til Húsavíkur og þaðan um Húsavíkurheiði til Borgarfjarðar, um
Njarðvíkurskriður til Njarðvíkur og þaðan sem leið liggur til Hér-
aðs. Loðmfirðingar héldu heim í dalinn sinn milli háu fjallanna
tignarlegu, þar sem þeirra beið mikið starf við að Ijúka heyskap
sínum, ótruflaðir af ys og þys umheimsins. Var ekki trútt um, að
við öfunduðum þá af sveitarsælunni. Engan okkar mun þó hafa
fýst að flytjast til þeirra, vitandi um alla erfiðleika einangrunar-
innar, sem mest stafa af vegleysum til allra átta.
Skráð í dymbilviku, 1966.
FRÁ HJÖRLEIFI LAMBAKÆFI. —- Hjörleifur var vinnumaður hjá séra
Finni Þorsteinssyni presti á Klyppsstað (pr. þar 1869—’88). Hann gætti lamba
á beitarhúsum uppi á Norðdal. Um veturinn fóru lömbin að týna tölunni með
svo einkennilegum hætti, að ekki þótti með felldu. Prestur hafði illan bifur
á Hjörleifi, að hann væri valdur að lambadauðanum. Eitt sinn fór hann án
vitundar Hjörleifs á húsin, og komst inn í kumblið utan frá, án þess að opna
húsin og beið Hjörleifs. Hjörleifur kom eftir stundarbið, svipaðist um í hús-
inu, greip síðan eitt lambanna, setti á milli fóta sér og stakk snoppunni upp
i sig. Þá beið prestur ekki boðanna og stóð karl að verki. Vitnaðist, að Hjör-
ieifur olli dauða lambanna og með þeim hætti, að hann kæfði þau með því
að stinga snoppunni upp í sig og sjúga allt loft úr lungum þeirra.
Hjörleifur var vinnumaður hjá séra Jakobi Benediktssyni á Hjaltastað.
Eitt sinn, að sögn á aðfangadagskvöldi, kom hann inn frá gegningum. Tungl-
skin var úti og kyrrt veður, en inni í miðbaðstofunni, þar sem vinnufólkið
hafðist við, hafði ekki verið kveikt enn. Hins vegar sat prestur við kertaljós
inni í húsi sínu í enda baðstofunnar og hafði hallað aftur hurðinni. Karl
settist á rúm sitt og sagði um leið stundarhátt: „En sú himinsins blessuð
dýrðarblíða úti ■— og ekkert hurðarflak fyrir.“ Prestur opnaði fljótt.
Þegar Hjörleifur gerðist roskinn, tók hann peninga, sem hann átti og hafði
dregið saman, setti þá í rauða skotthúfu og gróf í jörð. Nokkru síðar fór
hann á staðinn, og voru þá peningarnir horfnir ásamt húfunni. Hann harmaði
missinn sárlega, grét og kveinaði: „Ekkert skil ég í þessu, eins og ég gekk
vendilega frá þeim, lét meira að segja skottið standa upp úr.“