Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 70
68
MÚLAÞING
Sigurður á Hjartarstöðum er allra manan kunnugastur landslagi
í fjallinu upp af Hjartarstöðum og hlíttum við hans leiðsögn fyrst
lengi. Var nú ekið vegleysur einar, en greiðfæra leið um fjallið
og yfir hálsa til Hraundals. Hér í fjallinu og hálsinum er grösugt
land og gott til beitar. Sagði Sigurður o'kkur, að gemlingarnir frá
Ifrjót hefðu ekki allir kunnað átið, er þeim komu í hús í sumar-
málshreti 1929, en veturinn 1928—1929 var einmunagóður hér
eystra. Ofarlega í hálsinum lá leiðin yfir gamla og gróna götutroðn-
inga. Nefnist það Borgfirðingavegur. Eru þær götur frá þeim tíma,
er Borgfirðingar þurftu að sækja sína björg á hestum til þess verzl-
unarstaðar við Reyðarfjörð, sem var eini verzlunarstaðurinn á
norðanverðum Austfjörðum sunnan Héraðsflóa. Fóru Borgfirð-
ingar þá Sandaskörð upp úr Borgarfirði og ofar bæjum í Hjalta-
staðaþinghá og síðan sennilega Eskifjarðaíheiði til Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar. Af hálsinum hallar nokkuð niður á Hraundal-
inn. Fórum við þar niður með Hölkná, sem kemur innan með Botns-
dalsfjalli og fellur við norðausturhorn þess niður í Hraundal og
í Bjarglandsá, sem eftir Hraundal rennur. Bjarglandsá fellur síðan
norðaustur, í djúpu gili gegnum hálsana.
Fallegt er um að litast, er inn á Hraundal kemur. Er það víður
hamrasalur, vel gróinn hið neðra, en brattar hlíðar og hömrum
girt ’hið efra. Við ökum inn með ánni, sem liðast þar milli greið-
íærra, gróinna bakka. Eftir stundarkorn komum við að tóft einni
gamalli og gróinni. Hér segja menn, að Margrét hin ríka Þorvarð-
ardóttir á Eiðum hafi haft í seli, eða jafnvel beitarhús. Hvað sem
um það er, þá eru hér leifar mannviikja frá fyrri tíð. Beinahjalli
heitir hjalli uppi í hlíðum Beinageitarfjalls ekki alllangt frá tóft-
inni. Segja menn þar sé enn að finna bein úr sauðfé eða geitfé og
hafi það farizt þar í fönn. Sigmundarhraun heitir innar í dalnum.
A smalinn að hafa orðið þar úti, sá er gætti fjárins í Hraundal.
Er við höfðum fengið okkur bita og gengið aftur frá malpokum
okkar, héldum við förinni áfram inn Hraundal. Okum við með-
fram ánni og gekk greiðlega. Þegar innar í dalinn kemur, þrengist
hann og hækkar. Þrýtur þá nokkuð graslendi, en við taka grýtt
holt og síðast 2—3 brattar brekkur, mjög grýttar upp á varpið.
Við klöngruðumst þar upp og gekk slysalaust. Hallar þá strax niður