Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 25
MULAÞING
23
einstæða sögulega heimild á íslandi, allsherj armanntalið 1703, þar
sem getið er um stand, sifjar og aldur allra manna á landinu, þar
sem á annað borð fæst vitneskja um þetta, því að sumir vita ei
aldur sinn, og sifjar eru ekki alls staðar öruggar, þar sem stjúpbörn
eru talin börn hjóna o. s. frv. Krossavík og hjáleigurnar eru í byggð.
A heimajörðinni býr Gísli Oddsson og Ingileif Magnúsdóttir. Þau
eiga þrjá syni þá og hafa eignazt fleiri börn, þar á rneðal Þorvarð,
sem átti Unu sterku Hallsdóttur frá Asbrandsstöðum Ivarssonar.
Þau voru foreldrar Gróu, sem átti Bögu-Bjarna Ásmundsson, var
þeirra dóttir Ragnhildur, sem Friðfinnur í Haga átti, og var hún
móðir Siggeirs og Sigríðar móður Einars á Eyvindarstöðum. Gísli
gæti verið sonur Odds lögréttumanns í Sunnudal Jónssonar prests
á Hofi Ögmundarsonar, ef Oddur hefur verið tvíkvæntur, en ekkja
hans, Guðrún Þorvaldsdóttir, býr með börnum sínum í Syðrivík.
Gert get ég líkur á ætt Ingileifar, en hirði ekki um að rita. I Krossa-
víkurhjáleigu fremri býr ekkjan Ragnhildur Jónsdóttir með börn-
um sínum ungum, og fyr.ir búi hennar er Jón bróðir hennar. Hún
átti Finnboga, og telja sumir son séra Ólafs á Refsstað Sigfússonar,
en ég held að það sé rangt. Hins vegar mun Finnbogi hafa átt stutt
að telja til Sturlu prests á Refsstað Finnbogasonar prests á Hofi
Tumasonar. Sonur Ragnhildar var Óli, bjó í Böðvarsdal 1734, fað-
ir Finnboga á Hofsborg, föður ísleifs á Geirólfsstöðum, föður Berg-
þóru í Stóra-Sandfelli, móður Guðrúnar á Brekku, inóður Margrét-
ar í Krossavík. Ragnhildur var án efa dóttir Jóns, sem Brynjólfur
biskup byggir Vindfell um 1660, Jónssonar bónda í Syðrivík Þórð-
arsonar. Var Jón kallaður kampur og átti röskar dætur, sem föld-
uðu dýrum höfuðbúnaði í Hofskirkju, en dætur Bjarna sýslumanns
Oddssonar á Bustarfelli, slógu af þeim faldana í kirkjunni, og töldu,
að þær væru „óhreinar“ á höfði. Gamli kampur lét Bjarna greiða sér
fyrir slíka óvirðingu. Móðir Ragnhildar var Ingibjörg Jónsdóttir
bónda á Arnheiðarstöðum Daðasonar frá Staðarfelli á Fellsströnd
í Dalasýslu, bróðir Halldórs í Hruna, föður Daða og Jóns prests í
Arnarbæli. Dóttir Óla Finnbogasonar var Ragnhildur, átti Jón,
skyldan séra Jóni á Bægisá. Þeirra sonur var Finnbogi faðir Ragn-
hildar, móður Málfríðar, móðurmóður minnar, en Helg.i föðurfað-
ir minn var bróðir Guðrúnar á Brékku. Ragnhildur í Krossavíkur-