Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 166
162
MÚLAÞING
og var hann óskilgetinn. En kona Páls var Ingibjörg dóttir Þor-
varSar á Möðruvöllum Loftssonar ríka. Þar sem Ingibjörg og
synir þeirra Páls tveir dóu barnlausir á undan Páli, erfði hann
eignir þeirra, og meðal þeirra eigna hafa Brimnes og Austdalur
verið, sem vafalaust hafa á sínum tíma verið í eigu Lofts ríka og
Ingibjargar konu hans Pálsdóttur frá Eiðum. En allt er óvíst um,
hvernig þau hafa eignazt þessar jarðir.
Gera verður ráð fyrir því, að þau systkinin, Kolskeggur og Ingi-
leif, hafi eignazt jarðeignir föður síns í Seyðisfirð.i, og þess vegna
mætti gera ráð fyrir því, að Hallur sonur Ingileifar hefði eignazt
jarðir í Seyðisfirði og þær svo gengið til séra Finns lögsögumanns.
Um þetta eru engar heimildir og þess vegna er þetta allt óvíst.
21. apríl 1522 er samið um jarðaskipti og 1. maí 1523 staðfest
í Vallanesi. Þá selur Bjarni sýslumaður Erlendsson á Ketilsstöðum
séra Jóni Markússyni presti í Vallanesi Fjörð í Seyðisfirði fyrir
Eiríksstaði á Jökuldal, jafnframt kvittaði hann Bjarna vegna ein-
hverra misbresta hans og föður hans við Vallaneskirkju. Eiginlega
virðist séra Jón hafa kúgað Bjarna til að skipta á þessum jörðum.
(Fbr. IX. bls. 73). Séra Jón var prestur í Vallanesi og officialis til
1530, en varð þá prestur á Skriðu'klaustri.
Að líkindum hefur Fjörður verið erfðaeign Bjarna frá foreldrum
hans, ef til vill gengið í ættinni allt frá því Eiðamenn voru auðugir
og voldugir á tímum Eiða-Páls Þorvarðarsonar. En ekkert er hægt
að fullyrða um, hvernig Bjarni Erlendsson eignaðist Fjörð.
Samkvæmt kaupmálabréfi gjörðu í Reykjahlíð o. nóv. 1523, þeg-
ar Páll sonur Gríms Pálssonar, sem getur hér áður, fékk Margrétar
Erlendsdóttur sýslumanns á Ketilsstöðum, var Skálanes 6 hundruð
að dýrleika, talið föðurarfur hennar. (Fbr. IX. bls. 179). í registr-
inu yfir þetta bindi fornbréfasafnsins er þetta talið Skálanes í Vopna-
firði. Það er þó ólíklegt, að svo sé, enda kemur dýrleiki jarðarinn-
ai heim við fornt mat á Skálanesi í Seyðisfirði. Skálanesin í Vopna-
firði voru tvö, Austur- og Norður-Skálanes, og voru oftast nefnd
þannig.
Samkvæmt máldaga Þykkvabæjarklausturs voru Hánefsstaðir í
Seyðisfirði meðal eigna klaustursins. í máldaganum er heiti jarð-
arinnar skrifað Haveystaðir og í öðru handriti Hauersstaðir, og