Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 101
MÚLAÞING
97
Skv. D eru landskuldir af klausturj örðunum 39c40áln, en skv. E
39cl00áln. Mismunur er 60 álnir, og kemur hann fram á jörðinni
Vattarnesi, sem skilar 10 aura landskuld skv. D, en lc skv. E og síð-
an einnig F—H. Sé nú borið saman við eldri heimildir, kemur í
ljós, að skv. B er landskuldin 10 aurar, en skv. C 2c. Osamræmið
milli B og C gæti gert það að verkum, að hæpið mætti telja að
leggja áherzlu á samræmið milli B og D og telja landskuldina í elztu
varðveittri mynd vera 10 aura. Þó mun hyggilegast að veita D einni
úrslitavald í málinu, þar eð hún er elzt þeirra heimilda, sem ó-
yggjandi mega teljast. Verður landskuld Vattarness þannig talin
10 aurar eða 60 álnir í uppgjöri því, sem hér fer fram. Samsvörun
er milli kúgildatölu D og E. Eru þau 99 samkvæmt báðum þessum
heimildum.
Ósamræmi er aðeins á einum stað milli E og F, og aftur á Vattar-
nesið sökina. Kveður F staðnum fylgja 3 kúgildi, en E heldur fram
þeim tveimur, sem D, G og H vitna um. Þannig verða þá kúgildi
staðarjarðanna 100 skv. F, en landskuldir eru hinar sömu. Virðist
líklegast, að skrifaranum hafi hér orðið nokkuð á og óþarft að
orðlengja það frekar.
Auk misræmis varðandi kúgildatölu Vattarness, greinir F og G
á um Torfastaði, en að því er áður vikið og það rakið til mistaka
skrifarans. Mistök þessi valda þá því, að G fer með kúgildatölu
staðarjarðanna niður í 97, en landskuldir í 38cl00áln.
H dregur enn fram sömu kúgildatölu og D og E. Torfastaðaland-
skuldin kemur til skila að nýju, en smávægilegar breytingar verða
a landskuld Sandfells, Hamborgar og Kappeyrar. 10 aurar víkja fyr-
tr hundraði á fyrrnefndu jörðunum tveimur, en landskuld af Kapp-
eyri færist úr lc20áln. niður í 80 áln., eða minnkar um 60 áln.
Heildartala landskulda skv. H verður þannig 40c40áln.
Þannig er eðlilegast að leggja 99 kúgildi til grundvallar útreikn-
ingum, þar eð frávik frá þeirri reglu virðast stafa af misgáningi
einvörðungu. Verulegastar breytingar á landskuld koma fyrst til
sögunnar með H, og er því sízt ástæða til að fela þeirri heimild úr-
skurðarvald um landskuldir í pápisku. G er lítillega gölluð, hvað
þetta áhrærir, en E og F samhljóða. Eina sporið, sem D stígur af
þeirri braut, er E og F leggja um landskuldir var áður viðurkennl