Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 24
22
MULAÞING
tali Ara Jónssonar 1550, en sjálfsagt hefur Jón Iilugason eignazt
jörðina; hann var lögréttumaður, og nú eru þau Sesselja Arnadótt-
ii og Guðmundur á Laugum foreldrar Þorgríms í Krossavík, og
virðist það ljóst mál, að Þorgrímur hefur erft jörðina í ættlegg frá
Jóni biskupi Arasyni. Þorgrímur varð líka lögréttumaður og ann-
ar þeirra, er kosinn var lögskilsbóndi úr Norður-Múlasýslu 1649
við arfhyllingu Friðriks III. það ár. Er af þessu ljóst, að Þorgrímur
hefur verið méktarbóndi. Þorgrímur átti son, sem Sigurður hét.
Hann lendir í ryskingum við Willem, son Jóhanns þýzka á Egils-
stöðum árið 1653. Voru þeir báðir 18 ára og því fæddir 1635.
Talar Brynjólfur biskup milli karlanna á Hofi árið eftir. Á aldri
Sigurðar sést, að Þorgrímur er ekki fæddur síðar en 1610, og um
1681 býr Þorgrímur enn í Krossavík, en þessi sonur hans, Sigurður,
í Syðrivík. Sigurður átti Guðrúnu dóttur Vigfúsar prests á Hofi
Árnasonar, en Vigfús prestur var sonur Árna sýslumanns á Eiðum,
og var ríkur, svo að Sigurður hefur þurft að eiga mikið til að leggja
í kaup við hana. Sigurður þessi eyddi öllu fé sínu og endaði líf
sem hreppsómagi. Er það í sögum, að Sigurður héti sonur Sigurðar
er fengið hafi 100 hundr. í arf, en eytt því öllu og lent á hreppnum.
Þessi sögn á við Sigurð sjálfan Þorgrímsson. Það er víst, að Sig-
urður varð snauður og er hreppsómagi á Urriðavatni 1703, hjá
Skúla á Urriðavatni syni sínum, sem er svo fátækur að hafa föður
sinn á hreppnum. Sonur Skúla var Hinrik, faðir Hinriks, föður Sig-
urðar á Eyvindarstöðum, föður Friðriks og þeirra systkina. Sig-
urður hefur misst Krossavík úr eign sinni um eða fyrir 1700, og
um líkt leyti er séra Páll prestur á Kolfreyj ustað Ámundason búinn
að eignast jörðina, og síðan hefur hún verið í eign afkomenda hans.
Á dögum Þorgríms var það, sem það fór að tíðkast í landi, að
stórbændur byggðu hjáleigur á jörðum sínum. Þjónuðu leigulið-
arnir meira og minna undir bóndann á höfuðbólinu, og land nýttist
betur, ef það var nógu stórt fyrir býlin á annað borð. Nú hafa verið
byggðar þrjár hjáleigur í Krossavík, tvær í heimatúni, en ein við
sjó, sem áður var getið um. Hjáleigur þessar hétu Ytri- og Innri-
Krossavíkufhj áleiga og Hellisfj örubakkar. Hjáleigurnar fylgja ætíð
heimajörðinni að eignarrétti og hafa sennilega aldrei haft afmark-
aðar landsnytjar, nema tún'bleðil í kringum bæina. Nú kemur hin