Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 98
94
MÚLAÞING
tölu þeirra Skriðujarða, er frá segir í fornbréfum og hundraðatöl-
urnar skv. H. Þannig eru Anastaðir llc jörð skv. A, en lOc skv. H.
Brimnes 16c skv. A, en 20c skv. H. Kross 12c skv. A, en 20c skv. H.
Austdalur 8c skv. A, en 20c skv. H. Loks má geta þess, að A telur
Hrjót 8c, en Klein kveður hann 4c.
Þá verður að víkja að öðru atriði, sem aðeins getur orðið tilefni
vangaveltna og getsaka, en ber eigi að síður brýna nauðsyn til, að
haft sé í huga. Jarðakaup Skriðuklausturs dragast saman, er líður
á æviskeið þess, og lýkur raunar til fulls einum tveimur áratugum
fyrir siðaskipti, að því er bréf út vísa. í annan stað geyma örfá
fornbréfanna upplýsingar um kúgildafj ölda á hinum ýmsu jörðum.
Séu þessar upplýsingar bornar saman við D—H, kemur í ljós, að
kúgildum á jörðunum hefur stórum fækkað frá ritunartíma bréf-
anna fram til daga jarðabókanna. Að vísu greina kaupbréf aðeins
frá kúgildafj ölda á einni þeirra jarða, er klaustrið á bak siðaskipt-
um, og sýnir sú staðreynd átakanlega, að hér er ekki unnt að draga
neinar heildarlínur. Er það Kolmúli, sem staðurinn eignast fyrir
1530. Fylgja honum þá 8 kúgildi. Samkvæmt B—H fylgir Kolmúla
1 kúgildi aðeins, en hann telst 20c jörð í kaupbréfinu og einnig
1639. Johnsen eignar Kolmúla og 1 kúgildi aðeins. Aðrar þær jarð-
ir, sem fornbréf nefna kúgildafjölda á, eru Sumarliðabær, en þar
fylgja 6 kúgildi 13 hundruðum, Snotrunes, en þar virðast fara sam-
ar. 4^0 og 6 kúgildi, hversu ótrúlegt, sem það kann að sýnast, 10
kúgilda getur með Ketilsstöðum á Völlum og 4 með Lækjardal.
Ketilsstaðir eru taldir 40c í jarðabók Kleins, svo og hjá Johnsen
(Jarðatal 370). Lækjardalur telst 5c 1696 (Jarðatal 342). Sumar-
liðabær er 20c jörð 1681 og skv. Johnsen.
Þessar tölur gefa heimild til að ætla, að kúgildi hafi verið mun
fleiri á klausturjörðunum á fyrri árum munklífisins en þau voru
orðin laust fyrir 1600. Má vera, að kúgildafj öldi þessi hafi verið
nokkur byrði á þeirri alþýðu, er tók klausturjarðirnar á leigu, smbr.
ummæli Guðbrands biskups. Á hitt er þó að líta, að örðugt kann
að hafa verið að fá jörðunum ábúendur, ef fá kúgildi fylgdu. Mörg
kúgildi gerðu leiguliðanum að vísu torveldara að koma sér upp
eigin bústofni, En á hinn bóginn var honum með þeim fengið nokk-