Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 36
34
MÚLAÞING
eitthvað í því? Komu tekjur af rekstri þess í Krossavík lengi síð-
an? Enginn getur svarað þessum spurningum, en hitt er víst, ætt-
menn Guðmundar koma þar ekki við í störfum fyrr né síðar, sem
ekki bendir á neitt samband þessa fólks við þetta fyrirtæki. Þó hef-
ui hér ekki verið rannsakað, á hvern hátt reis fyrirtæki Jakohs
Gunnlaugssonar í Kaupmannahöfn, en föðurfaðir hans var Gutt-
ormur silfursmiður í Krossavík, Guðmundsson. Seint á ári 1810
fór Guðmundur til Englands og kom við í London, en hélt svo til
Leith. Þar er hann staddur í ágúst 1811. Talinn er hann nú, og
hefur kannske jafnan verið, alldrykkfelldur og óeir.inn við vín.
Talið var, að hann hefði lent í ryskingum, og lærbrotinn lá hann
á götu hinn 9. ágúst og andaðist síðan hinn 11. s. m. Þannig náði
nú fjandinn í hann að dómi Yopnfirðinga, en heiðarlega var hann
jarðsunginn í Leith. Hann hafði aldrei komið heim í Krossavík
frá því að hann kvaddi þar garð á sumri 1807. Hvað hefur skeð í
Krossavík er sú stóra spurning, sem aldrei hefur verið svarað og
verður aldrei svarað! Hins vegar er víst, að eitthvað hefur skeð,
svo nýstárleg breytni er hér á ferðinni, án nokkurrar knýjandi
nauðsynjar á þessari breytni af neinum sökum séð, því að peninga-
ágirnd eins manns getur ekki valdið svo stórri ákvörðun, að kveðja
konu og ung börn, auð og völd og sigla sinn sjó. Guðmundur er
59 ára að aldri, og eftir 60 ára aldur þurftu Islendingar á þessum
tíma ekki að búast við að eiga mörg ár ólifuð. Kona hans er 39
ára, skörungskona og rómað valkvendi. Hér virðist hafa orðið
harmsaga, sem aldrei hefur verið skilin né skýrð, enda á huldu
farið. Barst þeim hjónum á í hjúskapnum, er eins og knýjandi
spurning af þessu háttalagi? Aldrei hefur farið orð af því og mundi
ekki hafa verið gleymt að bæta því í sögu Guðmundar, af verri
hliðinni, ef slíku hefði verið til að dreifa. Kirkjubókin á Hofi á
þessum árum er undarleg bók. Á 10 ára skeiði fæðast þar ein 9
börn, sem mann grunar að séu ekki rétt feðruð. Frægast dæmi
um það er Kristrún, sem fæddist á Teigi 1895. Hún er kennd Ey-
mundi, sem verið hafði hreppstjóri um skeið, mi'kill heiðursmað-
ui, afi Eymundar föður Sigfúsar. En Eymundur er búinn að liggja
266 daga í gröfinni — náttúrlega dauður, þegar barnið fæðist.
Þá var hann sjötugur, er hann dó. og hafði misst konu sína nokkr-