Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 103
múlaþing
99
bók Kleins, en þar segir, að dýrleiki sé 4c, landskuldin 24 áln., en
kúgildi engin. Dýrleikinn er hinn sami 1676, en landskuld 40 áln.
sem fyrr segir. Hlýtur Klein hér að ráða, svo og um ástand Hrjóts,
er hann telur 4c jörð með 45 álna landskuld og 1 kúg.ildi.
Þar eð þessar jarðir verða ekki reiknaðar út skv. D—H, skal
sérstaklega um þær fjallað og niðurstöðunum síðan bætt við heild-
arútkomuna. Rýrir sú aðferð enn gildi þessa ótrygga bókhalds, en
við svo búið verður þó að standa.
Svo sem fyrr greinir var leiga af kúgildi 2 fjórðungar smjörs,
er á gangverði var jafnaðarlega 20 álnir. Af 99 kúgildum Skriðu-
klaustursjarða skv. D—H hafa þannig komið 1980 álnir eða 16c60
áin. árlega. Þessi upjihæð bættist við landskuldirnar, 39c40áln., og
urðu þá tekjur þær, sem staðurinn hafði af jörðum þessum, 55c
100 álru á ári hverju.
Leigur af 4 kúgildum Úlfsstaða og Hrjóts voru 80 áln., en land-
skuldir af jörðum þessum og Glettinganesi lc69áln. Samtals verða
þær tekjur 2c29áln., en við það hækkar heildarupphæðin í 58c9áln.
Nú má gera ráð fyrir rýrnun þessara tekna vegna flutningsgjalda
og annarra affalla. Aður er að þeirri rýrnun vikið, og hún talin geta
numið 30—40% af tekjum jarðanna. Jarðir Skriðuklausturs lágu
mjög vel við flutningum heim á staðinn, svo sem þegar hefur fram
komið, og er ástæða til að gera ráð fyr.ir tiltölulega litlum kostn-
aði við flutning afurðanna. Gerum okkur í hugarlund, að rýrnunin
hafi numið u. þ. b. 30%>. Með þeim hætti verða árstekjur Skriðu-
klausturs af jarðeignum heim í hlað komnar um 40c78áln.
Ef við reiknum þessa fjárhæð til nútímaverðs og teljurn kúgild-
ið jafnv.irði 6000 króna, fáum við út árstekjur, er nema u. þ. b. kr.
243.900.00t Eign klaustursins í jörðum er þá skv. H kr. 4.249.020.00,
en dýrleiki Úlfsstaða, IJrjóts og Glettinganess, sem samtals er 20c,
jafngildir kr. 120.000.00. Þannig verður þá heildarjarðeign staðar-
ins metin til kr. 4.369.020.00. — Má hér af sjá, hve jarðeignir gáfu
tiltölulega lítið í aðra hönd á fyrri öldum, þó að höfuðstóllinn væri
myndarlegur að vöxtum.
Hve margir menn gátu nú lifað á tekjum þessum? Samkvæmt
Jónsbók nam forlagseyrir karlmanns hálfu fjórða hundraði, en
konu hálfu þriðja (Jónsbók 101). Var það sú lágmarksfjárhæð,