Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 21
múlaþing
19
vitað, hvenær hún hefur verið stofnuð, en telja má það sjálfsagt,
f ð því aðeins g.isti Guðmundur prestur Arason í Krossavík, að þar
er kirkja á þeirri tíð. Þorkell Geitisson er í Krossavík, er kristni
kom í land, og ekki fráleitt að hugsa það, að hann hafi samstundis
látið gera kirkju, er 'hof voru niður lögð, og kirkjan síðan fylgt
staðnum. Sennilega er þessi kirkja aðeins fyrir Krossavík, sem
verið hefur mannmargt stórbýli, enda er þess ekki getið, að þang-
að eigi neinir bæir tíðir að sækja, enda er prestakall að Refsstað
samtímis, og sóknarkirkja þar, og bænhús að Fagradal. Máldagi
kirkjunnar er svohljóðandi:
Maríukirkja í Krossavík.
á: 2 kýr, 2 hross — kúgildis hross hvort.
4 klukkur, 1 lest (þ. e. skemmd) klukka
1 Kantarakápa, 1 Þorlákslíkneski
2 altarisáklœði.
„Þetta lagði Björn til:“
Maríuskrift, brílc yfir altari, spjöld 2.
Eins og á þessu sést, á kirkjan ekkert í löndum né hlunnindum,
og þetta er eigi rífur búnaður í neinu tilliti, en þó bjarglegur til
þjónustu, ef v.iðhald er í lagi, og getur mann eins grunað, að hér
sé kirkjan á fallanda fæti, enda hefur prestsmatan af 4 kúgildum,
fyrir utan viðhald á kirkju og á inventarió, verið tilfinnanlegur
skattur á jarðeiganda og ábúanda, sem honum sjálfsagt hefur þótt
æskilegt að losna við. Hér er nefndur Björn, og prestatal gerir ráð
fyrir því, að hann sé prestur á Refsstað. Það er ósennilegt. Hitt er
sennilegra, að hér sé um bóndann í Krossvík að ræða, sem á þessa
kirkju eða hefur umhoð hennar og vill að hún svari til annars bún-
aðar á staðnum í áliti og útliti. Það er ætíð metnaðarmál bænda
um sinn stað.
Árið 1412 urðu þau tíðindi, að „forgekk Svala skipið“ með 140
manns, og fórust flestallir. Komst þar fólkið flest í báta, sem síðan
hröktust um hafið, unz fólkið dó. „Þar var á Eiríkur Hjaltason og
triargt annað gott fólk.“ Þessi Eiríkur er bóndi í Krossavík, og nú
er hann nefndur meðal þeirra manna, sem voru á þessu fjölmenna
farj. Það segir að hann er virðingamaður og á nokkuð undir sér.