Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 157
múlaþing
153
um verður það ráðið: 1. að þeir Bjólfur og Loðmundur sýnast
hafa komið á sínu skipi hvor, 2. að þeir hafa sinn háttinn hvor á
að taka sér bólfestu, 3. að Þórarinn í Seyðisfirði hefur verið af
Isólfi kominn og 4. að kona Isólfs hefur verið Astríður Þorvalds-
dóttir holbarka Ásröðarsonar á Ketilsstöðum á Völlum, en sonur
þeirra Ásbjörn loðinhöfði. Það gæti að vísu hugsazt, að óþekktur
sonur Isólfs hafi verið maður Ástríðar, þótt hér sé ekki gert ráð
fyrir því, en Seyðfirðingar voru af ísólfi komn.ir samkvæmt frá-
sögu Kolskeggs.
Skulu nú þessi atriði athuguð nánar og hvað feist í þessum frá-
sögnum:
1. Þegar þeir Bjólfur og Loðmundur hafa komið í landsýn, hefur
Loðmundur varpað öndvegissúlum sínum fyrir borð. Bjólfur hefur
ekki viljað eiga búsetu sína undir veðri eða straumum. Þeir hafa
svo siglt rakleitt að landinu, en hafna sig í sitt hvorum firði. Atferli
Loðmundar ber þess ljósan vott, að hann treystir goðum sínum til
fullnustu og hefur verið rammheiðinn. Tvennt er það um Bjólf,
sem gefur tilefni til athugunar. Það fyrst, að hann nam landið,
þar sem hann kom að því, það annað, að nafn hans virðist ekki
vera af norrænum uppruna. Bjólfsnafnið gæti verið af engilsaxnesk-
um uppruna eða jafnvel gotneskt og dregið af Beo-Wulff (ca. Bæ-
Ulfur). Þrátt fyrir fóstbræðralag þeirra Bjólfs og Loðmundar, virð-
ast þeir ekki hafa hugsað sér að vera í nábýli.
2. Að Loðmundur lætur öndvegissúlur vísa sér til bústaðar, en
Bjólfur gerir það ekki, bendir til þess, að þeir hafi ekki haft sama
átrúnað.
3. Kolskeggur fróði segir, að Seyðfirðingar séu af Isólfi Bjólfs-
syni komnir. Kolskeggur hefur verið fæddur 1000—1020 og segir
kringum 1050—1060 landnámssögu sína. Það felst því í þeirri frá-
sögn, að Þórarinn, sem hefur verið fulltíða 998, þegar bardaginn
var á Eyvindardal, var eftirkomandi ísólfs, og Ásbjörn sonur hans
hefur búið í Seyðisfirði og að þau systkinin, Kolskeggur og Ingi-
leif, þá sennilegast fædd þar og uppalin, hvar sem þau svo hafa
alið aldur sinn, eftir að þau voru fulltíða.
4. Ástríður frá Ketilsstöðum var móð.ir Ásbjarnar loðinhöfða,
sem vissulega hefur verið meðal Seyðfirðinga þeirra, sem Kolskegg-