Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 37
MÚLAÞING
35
um mánuðum fyrr. Guðmundur sýslumaður er ekki neitt aS grufla
út í þetta frekar en þegar systkinin í Haga áttu barn saman s. á.
Þá lét hann hýða þessa krakkabjána og sendi strákinn í vinnu-
mennsku til fólks síns í Fljótsdal. Stelpan þurfti svo að eiga barn
með Sigurði Gissurarsyni vinnumanni á Hofi, röskum hálfvita,
sem aldrei vissi, hvað kvenmaður var. Stúlka hét Sigríður, f. á
Vindfelli 1776, Eiríksdóttir, og finnast ekki skil á ætt hennar.*
Hún átti barn á Hofi 1802, og við því gengst einhver Halldór Stef-
ánsson alls óþekktur maður. En þar er Halldór Evertsson, Hans-
sonar Wiums að gangast v.ið tvíburum árið eftir. Barn Sigríðar
komst til þroska, hét Sigríður og átti Sigmund, þingeyskan mann,
Arnason bónda á Felli. Þeirra sonur var Finnbogi, er gerðist svo
líkur Guttormi presti á Hofi Þorsteinssyni, að menn töldu hann
vera son hans. Það hefur hins vegar verið móðir hans, sem átti svo
göfugt faðerni. Þessi sama Sigríður Eiríksdóttir er nú vinnukona
í Krossavík og fæðir þar barn árið 1806. Barnið er auðvitað skírt,
og með allmiklum veg, því að skírnarvottarnir eru sýslumannshjón-
in, Guðmundur og Þórunn, Sigríður stjúpa Guðmundar, Olafs-
dóttir, ekkja eftir Pétur sýslumann, og svo Enevoldsen faktor af
Vopnafirði. Séra Guttormur skírir barnið og kemur með föðurinn,
jón Pétursson, gamlan, kvæntan vinnumann á Hofi! Það var stúlka
og skírð Ingibjörg.
Sú stúlka var í Krossavík, vinnukona, er Kristín hét Bjarnadótt-
ir, bróðurdóttir Eymundar hreppstjóra. Hún átti þar börn 1801 og
?02, er kennd voru Þórði sakamanni frá Birnufelli, er fyrr gat. Hún
giftist síðan myndar bóndamanni, vel ættuðum, og var talið, að
hún hefði haft aura til þeirra giftumála, helzt frá kaupmönnum
komna, en ekkert er að marka slíkt. Kirkjubókin ber nú bændunum
líka allfjörugt vitni, og var nú Stóridómur úr sögunni og þess naut
kvenfólkið! Þótt hér hafi þessi dæmi verið tekin um skrýtna kirkju-
bók, er ekki hægt með neinum líkum að benda á, að hér hafi Guð-
mundur sýslumaður verið annars vegar. En það er sýnilegt, að hér
mátti Guðmundi vera það ljóst, að hann hafði ékki sýslumennsk-
* Sigríður var dóttir Eiríks Hjörleifssonar, Eiríkssonar, Ketilssonar, Ás-
mundssonar blauta á Hrafnabjörgum. — Höf,