Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 48
46
MÚLAÞING
hefði ég eflaust svarað henni á viðeigandi hátt, en nú var mitt
barn ekki heima og gat lítið tekið undir við hana á þann hátt sem
hún spurði. Eg vissi, að hér var að gerast sama sagan og þegar
Solveig Gíslason, tveimur árum fyrr, kom til mín í sömu erinda-
gjörðum. Hún var tengdadóttir Arna sonar Björns Gíslasonar, sem
fór frá Hauksstöðum í Vopnafirði til Ameríku. Þá var Árni 6 ára
gamall. Nú var hann á áttræðisaldri hátt, og Solveig og maður henn-
ar, sem bæð.i störfuðu við háskóla, höfðu verið á ferðalagi í Ev-
rópu. Solveig var að gera það fyrir Árna að skjótast heim á æsku-
stöðvar hans, en maður hennar varð að halda heim. Hún kom til
að sjá breiðan dal með mikilli, fallegri á, sem rann við túnið á
Hau'ksstöðum, hátt fjall á móti bænum, sem hét Urðarfjall, og fal-
lega gróðursælan dal inn frá Hauksstöðum. Við urðum samferða
frá Akureyri, og ég hafði beðið Friðbjörn að taka á móti henni
með hesta, er komið væri ofan af Bustarfellinu. Hún bjóst við að
dvelja nokkurn tíma í þessu dásamlega umhverfi. Við stigum út
úr bílnum, og Solveigu hló hugur við að stíga á bak íslenzkum
hesti. Þetta er Urðarfjallið, sagði ég og benti á hnúkinn. Hún leit
á það og síðan á mig þvílíkum augum, að séð var, að á samri stund
hafði það runnið upp fyrir henni, að hún hefði látið blekkjast
herfilega. Eg fór eftir 2 daga með bílnum, þá var hún reyndar
með, hafði tapað öllu þessu fagra landi hans Árna gamla tengda-
föður síns, sem hann hafði gefið henni og hörnum sínum, af tryggu
hjarta.
Lilja fór austur með sinn ættarpassa frá mér, og hafði forkunn-
argóðar viðtökur. Hún kom aftur og stóð allt í einu í herbergi
mínu. Hún var ánægð með ferðina. En Krossavíkurfjöllin! Þau
voru bara lág eins og öll önnur fjöll á íslandi!
Það hefði borgað sig fyrir Krossavíkurfjöllin að fara til Ame-
ríku, en ekki að snúa aftur heim. En alltaf mun það borga sig að
slanda þar, sem þau hafa alltaf staðið, sem tryggur vörður um um-
hverfi, sem þau hafa sjálf mótað og getur ekki annað en fylgt þeim
anda, sem það hefur skapað, hvar í heimi, sem menn sakna fjalla
eða njóta fjalla. Það sannast, að fjöll geta bæði verið huglæg og
hlutlæg, bæði há og lág, bæði kyrr á sínum stað og samt þó verið
að ferðast, bæði köld og dauð og þó lifandi og frjó, bæði tákn og