Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 109
BENEDIKT BJÖRNSSON:
Fransmenn á Fáskrúðsfirði
Á fyrstu áratugum þessarar aldar fór byggð nokkuð vaxandi
að Búðum í Fáskrúðsfirði, og varð það vegna aukinnar atvinnu
við tilkomu vélknúinna þilfarsbáta, mótorbátar voru þeir kallaðir,
og stunduðu þors'kveiðar. Einnig voru þá að 'hefjast síldveiðar í
firðinum á sumrum.
Það var á þessum árum, sem sérstakt þjóðarbrot kom á liverju
ár,i, stuttu á eftir farfuglunum. Þeir komu líka svífandi fyrir vind-
inum, á seglskipum; þetta voru franskir sjómenn, Fransmenn, og
höfðu stundað fiskveiðar hér við land um árabil og komið í fjörð-
inn á vorin.
Það var ekki svo lítil tilbreyting hjá fólkinu í firðinum, er skipin
komu, og gaman að sjá, er þau sigldu um fjörðinn; stundum gekk
hægt, ef vindur gekk á móti, þá var slagurinn ýmist norður eða
suður, og áfram mjakaðist, oft í marga klukkutíma, þar til komið
var inn á leguna og varpað ankerum.
Hér fyrr á árum voru oft margir tugir skipa, en síðar fór þeim
nokkuð fækkandi.
Þeir stunduðu fiskveiðar við Suðaustur- og Suðurland á vetrar-
vertíðum og komu til Fáskrúðsfjarðar um miðjan maí. Oftast var
stanzað tvær til þrjár vikur.
Sagt er, að fyrr meir hafi verið nokkur v.iðskipti bænda við skip-
in, enda munu skipstjórar nokkurra skipanna hafa verið í kunn-
ingsskap við fjarðarbúa. Aðallega var um skipti á vörum að ræða.
Það var prjónað af kappi á vetrum, mikið af sjóvettlingum og
peysum, prjónles var bezti gjaldmiðiliinn frá landi; í staðinn fengu