Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 67
MÚLAÞING
65
að Brekku í Fljótsdal, þar sem læknirinn sat. Þessir menn voru í
rúma viku í þessu ferðalagi.
Sveinn slapp furðanlega frá þessu, missti að vísu af báðum fót-
um, annan ofan við ökklann og framan af hinum. Hann komst til
góðrar heilsu og lifði alllengi eftir þetta, nokkuð fatlaður maður.
(Sveinn dvaldi eftir þetta lengstum á NorSfirði, m. a. á Kirkjubóli hjá
Sveini GuÖmundssyni og Sigríði Þórarinsdóttur. Hann vann lengi vel fyrir sér
þrátt fyrir örkuml, en var þó hin síðari ár á framfæri Neskaupstaðar. Hann
andaðist sumarið 1937 á elliheimilinu Bjargi í Neskaupstað kominn undir átt-
rætt. Hann þótti hressilegur í skapi, en nokkuð óþýður. — Að sögn Þórarins
Sveinssonar).
HÁLFDÁN hét vestfirzkur maður, sem bjó um skeið á Glettingsnesi kringum
aldamótin síðustu. Þá bjó á Snotrunesi Ármann Egilsson og Olína Sigurgeirs-
dóttir. Sonur þeirra Halldór var þá í æsku. Eitt sinn er barið að dyrum á
Nesi. Halldór gægist út, en þýtur strax inn aftur og segir, að Hálfdán á
Glettingsnesi sé kominn. Ólína var við innanhússverk. Þegar stráksi segir
þetta, féll verkið úr hendi henni, og hún stundi upp með ofboð í röddinni:
„Hrossætan!“ Halldór kvaðst aldrei mundi gleyma þeirri yfirþyrmandi óbeit-
artilfinningu, sem gagntók hann við það, hvernig þetta eina orð var sagt.
Ólína var engin vanstillingarkona, en féllst hugur í svip, enda aldrei staðið
gagnvart öðru eins skelfingarfyrirbæri. Hún náði sér þó auðvitað fljótt, og
mun hafa verið tekið vel á móti manninum. Hálfdán var myndar- og dugn-
aðarmaður ■— og át hrossakjöt.
Þetta var árið 1899. Árið eftir fluttist Björn Jónsson frá Staffelli í Nes.
Hann og krakkar hans átu hrossakjöt, og upp úr aldamótum fór hrossakjötsát
að breiðast út í Borgarfirði og fordómar þeirra, sem ekki átu það, að hverfa.
KRINGUM ALDAMÓTIN síðustu var fjöldi róðrarbáta á Borgarfirði, oft um
30 bátar alls. Færeyingar gerðu um skeið út 7 báta þaðan. Aðkomumenn voru
flestir á heimabátum, einkum Sunnlendingar. Einn hét Tómas og reri hjá
Brúnvíkingum, Árna Steinssyni og Sigurði bróður hans. Tómas þótti fáorður,
svo að orð var á gert og ætlaðist til, að hásetar skildu bendingar, og notaði
þær mest. Einu sinni reri Lárus Sigurjónsson skáld með honum og gerði um
hann þessa vísu:
Tregur þykir mér Tómas vera að tala á sjónum.
Uti á bláu bárusundi
bendir hann okkur eins og hundi.