Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 137
RAGNAR A. ÞORSTEINSSON:
Undir þungum árum
Töluvert hefur verið að því gert á undanförnum áratugum að
skrásetja frásagnir af horfnum eða hverfandi þjóðháttum á landi
hér, mest hafa það þó verið frásagnir af gömlum landbúnaðar'hátt-
um, en einnig þættir af árabáta- og þilskipaútgerð liðinna tíma. Einn
er sá þáttur í sjósóknar- og fiskveiðasögu okkar, sem ég hef hvergi
séð Iýst til hlítar, en það er síldveiði með landnót eða kastnót öðru
nafni, sem var álitlegur og sérstæður atvinnuvegur á Austfjörðum
og v.ið Eyjafjörð á seinni hluta 19. aldar og fram á þessa öld. Það
er ekki seinna vænna að reynt sé að bjarga frá glötun lýsingu á
veiðum þessum, veiðarfærum, bátum, veiðiaðferð og vinnubrögð-
um við aflann.
Þegar ég var að alast upp á Eskifirði á fyrstu áratugum þessarar
aldar, voru ennþá til öll tæki til síldveiða með landnót, og voru
þau notuð við og við, þegar síldargangna varð vart í Reyðarfirði,
allt fram til 1935. Ég kynntist því af eigin raun veiðitækjum þess-
um og tók lítillega þátt í útróðrum, sem kallað var. Mér er þetta
því allt í nokkuð fersku minni, og langar mig til þess að reyna að
lýsa þessum atvinnuháttum eftir beztu getu, ef það mætti verða til
þess að bjarga frá gleymsku merkilegum þætti í atvinnulífi og
byggðasögu Austfjarða.
Eins og öllum er kunnugt, sem eitthvað vita um sögu Austur-
lands á 19. öld, þá voru það Norðmenn, sem fluttu hina nýju síld-
veiðitækni, landnótaveiðina, hingað til lands. Af þeim ástæðum
voru mörg orð og orðatiltæki, sem notuð voru við veiðarnar al-
r.orsk, eða lauslegar þýðingar úr norsku máli, t. d. þannig að norsku