Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 175
MÚLAÞING
171
vistlausu fólki. Síðar um haustið var haldin um þetta ráðstefna að
Hjaltastað. Hótun prests hafði jafnan hvílt á Bjössa sem mara, og
þótt prestur hefði jafnan verið svo vel til 'hans eftir skammadaginn,
að ætla mátti, að hann iðraðist orða sinna, óttaðist hann, að hún
mundi framkvæmd. Talaði hann oft um þetta við Jón prestsson, en
þeir voru á líku reki og mátar. Var vandséð, hvorum þótti leiðara,
ef alvara yrði úr. Þegar hreppsnefndarmenn höfðu þegið góðgerðir,
var setzt á ráðstefnu. Þeir strákar lágu á hleri bak við gisið þil, þar
sem heyra mátti samræðurnar. Þegar röðin kom að Bjössa, segir
prestur heldur dapurlega:
— Þetta er allra bezti drengur. Eg ætlaði aldrei að láta hann frá
mér, en mér varð það á hér í haust að segja honum það, og v.ið
það verður að sitja.
Og við það sat. Alltaf skyldi hann standa við orð sín, séra Jakob,
hvort heldur þau voru vanhugsuð eða yfirveguð. Þótt tungan væri
helzt til óstýrilát í munni hans á stundum, datt honum ekki í hug að
ómerkja hana og ganga ó bak orða sinna.
Skömmu eftir þetta fór Bjössi út í Dali til ársdvalar hjá Birni
Einarssyni og Guðrúnu Sveinsdóttur. Þar þótti honum allgott að
vera, nóg að bíta og brenna, en heldur fátt tómstunda. Nú var farið
að líða að fermingu, og um veturinn kom séra Jakob í húsvitjunar-
ferð. I Dölum var stúlka jafngömul Bjössa, fjörugt tryppi, en leidd-
ist kristin fræði. Bj össi kunni allvel við yfirheyrsluna, en hún miður.
Vngri börnin lét hann stauta og fara með vers, og síðan voru honum
bornar góðgerðir. Guðrún var greind kona og las það, sem hún
náði í, annars var bókakostur heldur rýr. Þó var hún allvel að sér í
ymsum fræðibókum, t. d. Andavísdómi eftir Svíann Emanuel Swed-
enberg, náttúru- og dulfræðing. Þau ræddu um alla heima og geima,
og svo kom talið að uppfræðslunni. Þá segir Guðrún:
— Ég vona, að Bjössi minn verði mér ekki til skammar á kirkju-
gólfinu í vor.
Þá lítur prestur eldsnöggt upp, og nefið verður glóandi í einni
svipan. Svo hamaðist hann.
— Mikið helvíti er að heyra, hvernig þú getur talað. Að drengur-
inn verði þér til sóma! Heldurðu, að ég viti ekki, hvað hann hefur
lært hér og hvað annars staðar? Heldurðu, að ég viti ekki, að hann