Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 117
MÚLAÞING
113
— Elckert ósvipað og landnámsmenn höfðu til síns brúks?
— Já, já, nema ef við þurftum eitthvað aS hagræða seglum, ef
var of mikill vindur, þá var vafið upp á stöngina, svona horn-
minnkað seglið, eftir því sem þörf var á. Var einn maður v.ið það.
Það var ákaflega mikill léttir að þessu, þegar vindur var, þá þurft-
um við oft ekki að leggja út ár, ef hann var hagstæður.
— En hvað svo um aflann, þegar að landi var komið?
— Þetta var á skippundaöldinni. Allt mælt í skippundum og
allt saman þurrkað, sem fékkst, f\ rst þegar ég man eftir.
— En hvað um löndunina sfálfa? Ekki voru nú brjggjurnar þá,
var það?
— Nei, en heima hagaði svo til á Kolmúla, að þar var vogur,
og þar var löguð til steinflöt. Þarna á steinflötinni gerðum við að
aflanum og bárum hann síðan upp í húsið.
— Allur fiskur flattur?
— Já, flattur og pækilsaltaður.
— Hvernig voru sjálf fiskihúsin, þar sem aflinn var geymdur?
— Ja, það sem ég man fyrst eftir, var nú hlaðið upp úr grjóti,
já sjáðu, grjótveggir á tvo vegu og timburveggir á tvo, svo með
járnþaki. Nú, þetta var svo stórt, að það rúmaði um 50—60 skip-
pund.
— Já, en svo kom nú að því, að þurfti að senda frá sér fisk-
inn, ekki satt?
— Fyr.ir mótarbátatímann kom hér venjulega skúta frá Samein-
uðu verzlununum til að taka fiskinn. Hún hét Ottó, það var lítill
svona seglpungur, vélalaus. Ottó sótti fiskinn, eins og ég segi,
venjulega eftir að búið var að þurrka hann. Ekki komst hann nú
upp að, iheldur þurfti að skipa fiskinum um 'borð í hann á háti.
Eftir að mótorbátarnir komu til sögunnar, hvarf Ottó gamli úr
þessu, og þá komu vélbátarnir í staðinn eins og á öllum öðrum
sviðum.
— Segðu mér nú eitt, Helgi. Hvort heldurðu nú, að bœndur
þarna á suðurströnd Rejðarfjarðar hafi á þessum tíma haft drjgra
búsílag af sjónum eða landinu?
— Ja, það er ekki gott að eiga meta það svona sitjandi hér úti
í sólskininu, en að mínum dómi held ég, að það, sem fékkst úr