Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 22

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 22
20 MULAÞING fyrst og fremst í auði, enda voru nú margir íslendingar orðnir auð- ugir vegna góðs markaðar á fiskinum í 100 ára stríðinu. Sjálfsagt hefur hann setið í ættsetu ('hefðarsetu) á jörðinni og átt liana. Hjalti faðir hans hefur búið í Krossavík, en kona Eiríks hefur senni- lega verið vestan úr Ljósavatnshreppi. Eiríkur Hjaltason hefur verið ungur að aldri, er hann fórst, og börn hans í barndómi. Árið 1417 er bréf gert í Krossavík. Þar selur Járngerður Ormsdóttir jarðirnar Torfastaði og Norður-Skálanes fyrir lausafé, 25 hundr. fyrir hvora jörðina, og er það merkilegt, ef Norður-S'kálanes er jafndýr Torfa- slöðum, sem segir þá sögu, að sú jörð hefur átt það land, austan Vestradalsár, er Torfastaðir eiga nú. Þetta er eflaust kona Eiríks Hjaltasonar, sem nú virðist lausafj árvant, og hefur Eiríkur átt þess- ar jarðir og eflaust fleiri jarðir og því ekki verið snauður maður. Næst er bréf gert í Krossavík 1437, þar sem Ormur Eiríksson og Ragnhildur Eiríksdóttir afsala Jóni Bjarnasyni Efstalandsparti í Ljósavatnsþingum. Þetta eru börn Eiríks Hjaltasonar, og hefur Ormur heitið eftir móðurföður sínum. Nú verður prestur á Hofi 1442 Ormur Eiríksson og er eflaust þessi sami Ormur. Hann heldur Hof til 1484. Þá tekur Hof Brandur Hrafnsson lögmanns Brands- sonar. Eigi er v.itað, hver kona Brands var, en það virðist auðsætt, að hún hafi verið dóttir séra Orms á Hofi. Þegar Hrafn sonur Brands er að deyja, kvæntur Þórunni dóttur Jóns biskups Ara- sonar, gerir hann testamenti og segist skulda Þórunni 30 hundr. og leggur henni í hendur Krossavík í Vopnafirði með tilheyrandi peningum. Þetta er um 1528. Er nú ljóst, að Brandur prestur á Hof.i hefur eignazt Krossavík og hefur lagt Hrafni hana til giftu- mála við Þórunni, sem nokkuð hefur lí'ka þurft til. Árið eftir selur Þórunn Jóni biskupi, föður sínum, Krossavík fyrir Fjósatungu í Fnjóskadal, og hefur karlinn snuðað stelpuna á slíkum kaupum. En á þessum dögum eru jarðir metnar til hundraða á landsvísu, og gildir 100 á móti 100 í öllum kaupum. Um þetta leyti er þess getið, að Krossavík sé 50 hundr. á landsvísu. Er það langtum hærra mat en þekkist á jörðum austanlands, og eitthvað sérstakt hlýtur að valda. Jörðin er hlunnindajörð að reka og fjörubeit fyrir sauðfé um vetur, og sjávargagn mátti stunda þaðan, og sjálfsagt hefur verið þar uppsátur eigi síður en í Syðrivík, en þar á Refsstaðakirkja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.