Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 7
Nýir útgefendur og fleira
MÚLAÞING 10 ÁRA
Það telst varla merkisafmæli en þó dálítill
aldur á hverfulum og fjölbreyttum tímum
þegar tímarit fæðast og deyja með skynd-
ingi. Reyndar er það ekki nýtt fyrirbæri.
Tímaritin eru eins og börnin á fyrri tíð,
sum komust til vits og ára en önnur dóu
þegar í æsku og gleymdust nokkuð fljótt
öðrum en nánustu aðstandendum — og
náttúrlega grúskurum sem fundu þau í
kirkjubókum. Tímarit eiga hliðstæða ,,að-
standendur.“ Það eru þeir kjalfróðu menn
er bókum safna og finnst þeir hafi himin
höndum tekið er þeir fá í hendur, þó ekki
sé nema ræfil af sjaldgæfu riti. Múlaþing er
því miður svo statt að það er orðin safnara-
íþrótt að ná því heilu. Fyrsta heftið er fyrir
nokkru þrotið, þriðja heftið líka og fleiri að
þrotum komin. Ymsireldri samhaldsmenn
munu eiga heftin öll, en nú er orðið erfitt
fyrir nýja safnendur að ná í 1. og 3. hefti.
Benedikt frá Hofteigi kom hér austur
sumarið 1965, stofnaði sögufélag og hvatti
óspart til að stofna ársrit þess er helgast
skyldi austfirskri byggðarsögu. Þegar und-
irritaður var búinn að skrifa á væntanlegt
fyrsta hefti (titilblað) að þetta væri ársrit
Sögufélags Austurlands kom hik á penn-
ann, og svo var útstrikað árs- en eftir stóð
aðeins rit. Þrátt fyrir það var þetta hugtak
— ársrit — lengi að þvælast í huga okkar
sem um þessa útgáfu sáum, og við jafnvel
fösluðum útgáfuár einhverra hefta. Skrá
yfir útgáfuár einstakra hefta, prentstað og
ritstjóra er þannig. (Á=Ármann Halldórs-
son, S = Sigurður Ö. Pálsson):
i. hefti 1966 Akureyri. Ritstj. Á.
2. — 1967 — — S.
3. — 1968 Neskst. — Á. OgS.
4. — 1969 — — Á.
5. — 1970 — — Á.
6. — 1971 Rvík. — Á.
7. — 1974 — — s.
8. — 1975 Neskst. — s.
9. - 1976 — — s.
10. — 1980 — — S. OgÁ.
í þessari skrá eru tvö hlé, 1972-1973 og
1977—1979. Fölsunin á við fyrra hléð. Ég
held að raunverulega hafi verið svipað
tímabil á milli 6. og 7. heftis og milli
heftanna á undan. Síðara hléð var raun-
verulegra, handrit 10. heftis síðbúnara og
prentun langstæðari en á hinum. Okkur
Sigurði datt þó ekki í hug að hætta þessari
útgáfu, en okkur fannst að dálítill dráttur á
útkomu 10. heftis mundi leiða í ljós hvort
lesendur og kaupendur mundu nokkurs
sakna þótt hún drægist. Þetta var dulbúin
og óformleg skoðanakönnun og ekki gerð
að ástæðulausu. Hópurinn sem stóð að
útgáfunni var sannarlega ekki stór. Við
Sigurður höfum tveir flækst við öll heftin,
við efnissmölun og tilreiðslu undir prent-
un, og náttúrlega ekki komist hjá því að
annast fjárreiður að verulegu leyti, af-
greiðslu, auglýsingasnatt til tekjudrýginda