Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 11
MULAÞING
9
verkalýðshreyfingarinnar á Austur-
landi.
3. Því hefur verið hreyft við mig í sam-
tali að þarfaverk væri að skrifa um
samvinnu og félagsleg viðfangsefni
sveitarstjórna á Héraði að ýmsum
málum er varða Héraðið í heild. Til-
valið verkefni fyrir hin óformlegu
oddvitasamtök sem eru svo félags-
lega örsnauð að aleiga þeirra er
fundabók.
Svona mætti lengi telja. T.d. veit ég af
rækilegri háskólaritgerð um harla dular-
fulla persónu í morð- og sakamáli á Héraði.
Einhver samtök á Egilsstöðum ættu að fá
höfundinn til að tilreiða þessa ritgerð á
prenti, því að Egilstaðabyggð er skyldast
málið sem um er fjallað.
Nefni ekki fleira, en óska Múlaþingi
heilla framvegis. Eg get ekki betur séð en
að það sé og hljóti að vera einn þáttur í
þeirri menningarviðleitni sem nú beinist að
lífl, störfum og hugðum fortíðarfólks hér
með starfrækslu Héraðsskjalasafnsins og
Safnastofnunar Austurlands. Þrír þræðir í
einni fléttu. — Á.H.
ATHUGASEMD
Þegar ég skrifaði greinina ,,Þrír merkir
Austfirðingar,“ sem birtist í 10. hefti Múla-
þings, var mér ekki kunnugt um grein
Sigurðar Vilhjálmssonar Hánefsstöðum,
,,Seyðisfjörður (til siðaskiptanna 1550)“
sem birtist í 1. hefti Múlaþings.
Eg vitnaði því ekki til þessarar greinar
bróður míns, sem vissulega var ærið tilefni
til, þar eð grein hans fjallar að nokkru leyti
um sama efni og áðurnefnd grein mín.
Þar eð ýmsar tilgátur í grein minni koma
heim við sumar ályktanir Sigurðar, finnst
mér líkur á því, að þær séu nærri lagi, þar
eð hvorugur okkar vissi um hugleiðingar
hins.
Reykjavík, 4. des. 1980
Hjálmar Vilhjálmsson
LEIÐRÉTTINGAR VIÐ
10. HEFTI
Bls. 67. Fyrirsögn greinar síra Agústs Sig-
urðssonar á að vera: Valþjófsstaðarprestar
1858—1939. (Ábending höf. í Tímanum 23.
nóv. 1980).
Bls. 137. Höfundur ljóðsins Heiðarbónd-
inn heitir Arnór Þorkelsson (ekki Arnþór).
1 grein Sigurðar Kristinssonar Undir
eyktatindum eru þessar prentvillur:
Bls. 146 10. lína a.n. skekkist — les
skekktist.
Bls. 161 11. lína a.n. Formannahaugur —
les Fornmannahaugur.
Bls. 169 16. lína a.n. Roðagrunnur — les
Roðgagrunnur.
Bls. 185 myndin er hliðöfug.
LJÓÐABRÉF
Surtsstöðum nóv. ‘80.
Góði vinur
Þessum tékka fæ ég ferðaskóna,
í faðmi bankans honum sæng er reidd,
tneðan okkar gamla góða króna
í gildi er, skal upphæð þessi greidd.
,,Múlaþingi“ mun ekki af því veita
að menn það borgi gömlum krónum í.
Annars verður upphæðinni að breyta
ofan frá og niður, gáðu að því.
Það álitshnekkir okkar góða riti
og örlög verða talin harla grimm
að verða að lúta landsdrottnanna viti
og lœkka í krónur 45.
Því vona ég að vel þér tékkinn þjóni
(hann verði 16 hefta gerir skil)
hljóti næði og náð hjá Sigurjóni,
nýtist þér og ,,Múlaþingi“ í vil.
Með alúðarkveðju
Bragi Björnsson.