Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 13
Þilskip á Austurlandi
' Samtal við Guðmund Sveinsson í Neskaupstað
Því virðist hafa verið slegið föstu að skútuöldin svonefnda, sem mjög
einkenndi sjávarútveg víða um land á síðari hluta 19. aldar og fram á
annan áratug þeirrar tuttugustu, hafi farið að mestu framhjá Austfjörð-
um. Þó er ljóst af prentuðum heimildum, m.a. Skútuöldinni eftir Gils
Guðmundsson og Sögu Islendinga, IX. bindi eftir Magnús Jónsson, að
þilskip hafa að vísu verið nokkur hér eystra og stunduðu fiskveiðar, en
aldrei settu skútur svo sterkan svip á austfirska útgerð að rétt sé að
kenna við þær sérstakt tímabil í útgerðarsögu á Austfjörðum.
Orsakir þess eru sennilega þær, að fyrir 100 árum eða vel það tók að
veiðast hér síld í stórum stíl, í byrjun undir forystu Norðmanna, og
höfðu Austfirðingar mikla vinnu við þær veiðar, og í öðru lagi þróaðist
hér útnesjaútgerð á árabátum frá flestum hinna lengri fjarða, svo sem
Seyðisfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en í þessum fjörð-
um og eins hinum styttri — Borgarfirði, Norðfirði, Stöðvarfirði — var
þéttbýli inni undir fjarðarbotnum að vaxa upp. Sjómenn lágu við úti við
fjarðarkjafta sumarlangt, þar sem náttúrlegar smábátahafnir voru
sæmilegar, skammt á mið og fiskur mikill á grunnslóðum. Það var
veruleg gróska í þessum útnesjaveiðum, svo mikil að fólk úr öðrum
landshlutum, aðallega þó af Suðurlandi og Suðvesturlandi, flykktist
austur til sumarveiða. Aðalútgerðarstaðirnir voru Brimnes og Skálanes
við Seyðisfjarðarmynni og raunar Eyrar líka, Litla-Breiðavík og Vattar-
nes við Reyðarfjörð og Skálavík og Hafnarnes við Fáskrúðsfjörð. Á
sumum þessum stöðum spruttu upp svonefndar ,,byggðir“ (Brimnes-
byggð), þ.e. þorp þeirra sem tóku sér árlangt varanlegan samastað á
þessum slóðum. Annars staðar var komið á vorin og horfið heim á
hausti. Styttri firðirnir kröfðust ekki þessara úrræða, svo sem Norð-
fjörður og Stöðvarfjörður og Djúpavogsþorpið við mynni Berufjarðar,
Bakkagerði við Borgarfjörð hefur verið kallað ,,byggð“ heima fyrir til