Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 14
12
MULAÞING
skamms tíma. Ef til vill er nafngiftin byggð=þorp faereysk að uppruna,
enda stunduðu Færeyingar löngum sumarveiðar á Austfjörðum.
Þegar skútu- og þilskipafæð á Austfjörðum er höfð í huga, verður
maður dálítið forviða þegar allt í einu birtist í dyrum héraðsskjala-
safnsins ungur Norðfirðingur sem hefur læst sig í það viðfangsefni að
kanna þilskipaútgerð á Austurlandi, komast í færi við einstök skip og
fylgja ferli þeirra frá smíðaári til loka, þangað til þau eru ,,upphöggvin“
(þ.e. rifin) eða enda sjóferil með öðrum hætti. Þessi rannsóknarmaður
er Guðmundur Sveinsson hálffertugur heimilisfaðir og vörubílstjóri,
búandi að Urðarteigi 10 í Neskaupsstað.
— Hvað hefurðu fundið mörg þilskip á Austurlandi?
— Fyrir víst hef ég heimildir um 56 seglskútur, sem hafa verið með
heimahöfn á Austfjörðum á tímabilinu frá 1845 til 1917. Þó hafa þær
trúlega verið eitthvað fleiri sem gerðar hafa verið út frá Austurlandi,
einhverjar í eigu erlendra verslana sem höfðu viðskipti á Austfjörðum,
en skipin skráð með heimahöfn erlendis. Þessi skip — og reyndar líka
þau innlendu — komu með vörur að vorinu og voru síðan notuð hér við
land til fiskveiða, m.a. hákarlaveiða, á sumrin meðan þau biðu eftir
haustvörunni er flutt var út. Fg þekki nokkur dæmi um slík skip og
einnig um nokkur nöfn á þeim.
— Hverjir voru útgerðarstaðirnir?
— Helstu staðir sem seglskútur voru gerðar út frá voru Seyðisfjörð-
ur, Eskifjörður og Djúpivogur.
— Hvenœr hefst og hvenœr lýkur skeiði þilskipa hér?
— Elsta heimild sem ég hef séð um þilskip í Múlaþingi er frá 1845.
Eigandi þess skips var Kristján D. Thaae á Djúpavogi. Hann var
danskur kaupmaður og með fyrstu mönnum til að hefja veiðar á
þilskipum við Norður- og Austurland.
Útgerð seglskipa frá Austfjörðum stóð rétt fram yfir aldamót, eitt-
hvað lítilsháttar fram á annan tug aldarinnar.
— Hvenœr voru flest þilskip gerð út samtímis ?
— Á tímabilinu 1867—1870 þegar Hammersævintýrið stóð yfir. Aftur
1882-1890 þegar mestur var bægslagangurinn á Norðmönnunum hér á
fjörðunum og að síðustu 1900-1904. Þá munar mest um skip Garðarsfé-
lagsins á Seyðisfirði, en þau voru stutt hér.
— Hverjir voru helstu útgerðarmenn og útgerðarfélög?
— Þar ber fyrst að nefna Carl D. Tulinius á Eskifirði, síðan Det
Danske Fiskeriselskab á Djúpavogi (skip O.C. Hammers) og Garðarsfé-
lagið á Seyðisfirði, en þessi tvö félög áttu sér skamman aldur. Einnig