Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 16
14
MULAÞING
í bækur sýslumanns Norður-Múlasýslu eru þetta ár skráðir 16
vélbátar í sýslunni, þar af 15 á Seyðisfirði og einn á Vopnafirði. Þeir eru
þessir á Seyðisfirði: Brimnes NS-178, eig. Sigurður Jónsson bóndi á
Brimnesi; Geir NS-117, eig. Páll Arnason; Hákon NS-179, eig. Jens
Martinus Hansen; Herðubreið NS-174, eig. Stefán Stefánsson kaupm.;
Höfrungur NS-171, eig. Erlendur Erlendsson skósmiður; Njáll NS-120,
eig. Friðrik Gíslason o.fl.; Seyðisfjörður NS-118, eig. T.L. Imsland
kaupm.; Skáli NS-176, eig. Jón Stefánsson verslunarstj. & Co; Smyrill
NS-173, eig. Björn Gíslason útvegsb.; Stóri Björn NS-177 eig. Jón
Stefánsson verslunarstj. & Co; Tjaldur NS-125, eig. Þórarinn Guð-
mundsson kaupm.; Orn NS-126, eig. Sigurður Sveinsson kaupm.;
Aldan NS-121, eig. Th. C. Imsland verslunarm.; Garðar (Grænborði)
NS-180, eig. Stefán Th. Jónsson kaupm.; Kári NS-172, eig. Björn
Gíslason útvegsb.
Frá Vopnafirði var Sigurfari NS-182, eig. Sigurd Johansen verslunar-
stjóri þar.
Margir af þessum bátum voru litlir, bara litlar triUur og ekki með
þilfari.
— Kanntu nokkuð frá gufuskipum að segja ?
— Eg hef heimildir — að vísu mismiklar — um 57 gufuskip úr