Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 18
16
MULAÞING
snyrtilegri plastkápu sem hægt er að festa í möppu. Efst á blaðinu er
mynd af skipinu við bryggju í Neskaupstað og síðan eftirfarandi lesmál
skráð á blaðið:
HRÓLFUR HELGASON SU-352, síðarNK-3.1
Byggður á Norðfirði af Sveini Bjarnasyni bónda í Viðfirði, og var hann tilbúinn áður en
róðrar hófust um vorið 1906. Hann er fyrsti þilfars- og mótorbáturinn sem byggður er á
Norðfirði — 6,40 tonn. Hann er byggður fyrir Magnús Hávarðsson Tröllanesi, Jón
Sveinsson Tröllanesi og Grím Þorsteinsson Norðfirði. Þeir nefna hann Hrólf Helgason
SU-352, en hann var oft kallaður KRAKI manna á meðal, en kraki var viðurnefni er
Hrólfur konungur Helgason hafði; eftir honum hét báturinn. Snemma um vorið 1907 deyr
Grímur, og kaupa þeir Magnús og Jón hlut hans. 1923 kaupir Magnús Hávarðsson hlut
Jóns og á hann einn eftir það. 1. jan. 1929, þegar Norðförður fékk kaupstaðarréttindi, er
hann skráður Hrólfur Helgason NK-3. Magnús gerir hann út þar til á miðju sumri 1930,
en þá brotnaði í honum vélin og út frá því var honum Lagt.
Byggður á Norðfirði 1906 úr eik, súðbyrtur. 7 tonn brúttó, 6 tonn undir þilfari, 5 tonn
nettó. Lengd 10,04 m, breidd 2,88 m, dýpt 1,50. 1920 var hann umbyggður á Norðfirði.
Fyrir vorhlaupið árið 1911 var sett í hann LínuspiL smíðað á Seyðisfirði. Það mun hafa
verið annað af tveimur fyrstu LínuspiLum sem sett voru í báta á Norðfirði.
Þegar hann var byggður var sett í hann Gydion-vél 10 hestöfl, smíðaár 1906. Það var
fyrsta Gydion-vélin sem kom tiL Norðfjarðar. 1920 er sett í hann Alpha-vél 14 hestöfl,
smíðaár 1920. Þessi vél brotnaði í honum sumarið 1930, og eftir það var honum lagt.
Eitthvað ræðum við meira um þessa ,,tómstundaiðju“ sem Guðmundur
kallar svo og auðvitað réttilega, en þó hæversklega, því að sumir
mundu telja þetta rannsókn. Hann er enn í miðjum klíðum þótt þegar
hafi orðið vel ágengt og hefur fullan hug á að halda áfram, því að mörg
eyðan er óútfyllt og verkefnið lætur hann ekki í friði. Hann biður mig að
síðustu um að koma á framfæri ósk um að menn hafi samband við hann
og veiti upplýsingar — einkum þó að menn láni honum myndir af
skútum og vélbátum til eftirtöku því að hann vantar mikið af myndum.
— Á.H.
^Myndin er á bls. 14.