Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 19
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON
Elsta frosthús á landinu — á Mjóafirði
Aðdragandi og saga
,,Par sem er vilji,
þar er einnig vegur. “
Frystihúsin nýju eru glæsileg mannvirki. Þau eru búin margvíslegum
vélum og tækjum, sem auka þægindi og afköst.
Gömlu vélfrystihúsin, þau fyrstu hér á landi, voru einnig tákn
merkilegs áfanga í atvinnusögu þjóðarinnar.
Frysting matvæla — og einkum beitu — hér á landi á sér þó miklu
lengri sögu, því fyrstu frosthúsin voru reist fyrir aldamót. í þann tíð
voru línuveiðar í hámarki, gáfu mestan hluta aflans. En þær voru í raun
háðar daglegri beituöflun. Gömlu frosthúsin geymdu aftur á móti
beituna óskemmda mánuðum saman.
Það gefur bendingu um mat samtíðarmanna á þessari nýjung, að
þegar Konráð Hjálmarsson ritar aldraður „æviferilsskýrslu" sína, þá
fjallar réttur helmingur hennar um tilkomu frosthúsanna og þýðingu
þeirra.
Hér á eftir verður sagt nokkuð frá aðdraganda og fyrstu framkvæmd-
um. Síðan verður rakin saga eins af gömlu frosthúsunum, bæði eftir
skrifuðum heimildum og minni þess er þetta ritar.
FYRRI HLUTI
ísak Jónsson segir frá
ísak er maður nefndur austfirskur, Jónsson Hermannssonar í Firði,
Jónssonar pamfíls, sem átti heima á Fljótsdalshéraði. Hann var fæddur
á Rima í Mjófirði 1842.
ísak kemur mjög við sögu fyrstu frosthúsanna hér á landi. Frá því
segir m.a. í bæklingi, ,,íshús og beitugeymsla14 sem út kom á Akureyri
1901 og hefur inni að halda frásagnir hans og lýsingar á nytsemi
Múlaþing 2