Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 21
MÚLAÞING
19
,,Ef ég á að geta lýst tjóni því, er fyrr og síðar hefur stafað af
beituleysi, verð ég að segja talsverðan hluta af ævisögu minni,“ segir
ísak. Og á öðrum stað kemst hann svo að orði: ,,Þegar ég nú segi
fiskiúthaldssöguna af sjálfum mér, þá er það úthaldssagan í heild sinni
eins og hún þá gekk almennt yfir.“
ísak segir sögu sína fyrst og fremst til þess að sanna þörfina á
beitugeymslu. Og hún var vissulega mikil. Síldin var duttlungafull eins
og ævinlega, kúskelin vandfengin og seinunnin í beitu, ljósabeitan
(hlýri, steinbítur) var ekki sérlega fiskin og kindagarnir, lungu og fleira,
ekki til að byggja á samfellt úthald. En nú, 1870-1880, var einmitt
komin sú tíð, að menn hugðu á samfeOt úthald.
,,Aður var aOur fiskur hertur og seldur Héraðsbúum1. Meðan þannig
stóðu sakir voru róðrar ekki stundaðir nema í hjáverkum. 00 áhersla
var lögð á landbúnaðinn. En þegar fiskurinn fór að verða verslunarvara,
var farið að leggja meiri stund á sjávarútveginn."
Það leið ekki á löngu uns menn tóku að sækja fast hinn nýja
atvinnuveg. ,,Ymsir kaupstaðarbúar á Seyðisfirði fóru að ráða sér
sjómenn sunnan frá Faxaflóa og víðar að. Nægur fiskur gekk að landinu
og jafnvel inn á firðina. Yfirleitt var mjög gott verð á fiski, svo að
mörgum sýndist gróðavænlegt úthald á Austfjörðum. AOir stunduðu
línufiskinn og oftast reru tveir menn á bát. Bátar voru heldur smáir,
enda stutt róið. Fiskur yfir einn róðrardag af tveggja manna fari lagði
sig til jafnaðar á 50 kr. (verkaður fiskur). En þá kom gamla og nýja
sagan. Beituna vantaði.“
Erásögn Isaks Jónssonar bregður ljósi á fleira forvitnilegt en beitu-
vandræðin ein saman og skulu hér enn tilfærð nokkur atriði um sjósókn
hans, þótt ekki snerti þau frosthúsamálið beinlínis.
Útgerð Héraðsmanna
,,Árið 1878 var stofnað fiskifélag af 5 mönnum í Héraði, Páli Vigfús-
syni, Þorvarði Kjerúlf og fleirum. Uppsátur var fengið og fiskihús leigt á
Brekku í Mjóafirði og kallað ÞinghóO. Ég var einn félagsmanna og
ráðinn formaður. Úthaldið gekk þolanlega, en það sama kom fyrir og
1 Þetta eru í rauninni engar ýkjur. Samkvæmt hagskýrslum var úttlutningur á harfifiski og
saltfiski 38 skippund frá Norður- og Austuramtinu árið 1869. (At öllu landinu 14897
skippund s.á.)
Árið 1870 er útflutt úr Múlasýslum: Saltfiskur 48 skippund, harðfiskur 2 skippund,
saltsíld 179 tunnur, lýsi 495 tunnur. Skippund = 160kg.