Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 22
20
MULAÞING
vant var, beituna vantaði allt of oft. Þegar ég hafði verið tvö ár formaður
á Þinghól, fór ég að búa í Skógum í Mjóafirði, en Jón Sveinsson frá
Elliðavatni var ráðinn formaður fiskifélagsins. Jón stundaði úthaldið
með krafti og var allra manna duglegastur til allra aðdrátta. Einkanlega
lét hann sér mjög annt um að ná í beitu hvað sem það kostaði. Hann
byrjaði á því að sækja síld á hestum suður til Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar. Það var dýr beita, sem þannig var aflað, en bæði hann og
fleiri sáu, að það borgaði sig heldur en að láta þrjár skipshafnir sitja
aðgerðalausar í landi.“
Isak segir frá vaxandi árabátaútgerð frá Austfjörðum, þegar fiskur-
inn var orðinn útgengileg verslunarvara. „Verslunarmenn og handiðna-
menn í kaupstöðum og fleiri fóru að gera út báta og fá sjómenn sunnan
frá Faxaflóa og víðar að, því fólk á Austurlandi þurfti að stunda
landbúnaðinn. Þeir sem við sjóinn bjuggu höfðu fiskiveiðar aðeins í
hjáverkum, þegar þeir gátu sinnt þeim fyrir iandverkum. Þetta var
upphafið að hinum mikla fólksstraum, er hefur sótt til Austurlandsins
nú í hin síðustu 25 ár.“ Ritgerð Isaks er skrifuð um aldamót svo hann
miðar hér við árið 1875. Atvinnuleit sunnanmanna til Austurlands stóð
alllengi eftir þetta, svo að nálgaðist hálfa öld samtals.
Nógur fiskur var fyrir
Af allri frásögn ísaks má ráða, að fiskur hafi verið nægur fyrir Austur-
landi á sumrum og raunar fram á haust um áratuga skeið. Mun það rétt
vera, þótt eitthvað væri fiskisæld misjöfn eftir árum. En beituvandræðin
gerðu mönnum erfitt um vik að stunda fiskveiðarnar sem samfelldan
atvinnurekstur.
Norðmenn veiddu mikla síld á Austurlandi um og upp úr 1880. ,,En
fljótt fór að ganga til baka fyrir Norðmönnum“, segir Isak. „Síldin
hætti að veiðast og þeir flýðu.“ — Þetta mun vera hárrétt. Hef ég séð í
hreppstjórabókum í Mjóafirði, að þegar 1885 er tekið að bjóða upp
,,söltunarstöðvar“ Norðmannanna þar eftir á að giska 5-6 ára notkun-
artíma. — „Að sama skapi gengu fiskveiðar til baka,“ segir ísak, „því
þá var orðið erfiðara að ná í síldina. Jón Sveinssn sá fram á, að úthald
hans gat ekki staðist. Seldi hann því eign sína síra Þorsteini Halldórs-
syni presti í Mjóafirði, er býr að Þinghóli enn [1901]. Ég get sagt það
sama um sjálfan mig. Ég gat ekki fengið viðunanlega jörð og varð því að
leggja mig meira eftir sjóiium, en fyrir beituleysið gat ekki úthaldið
staðist. Af þessari ástæðu fórum við Jón Sveinsson báðir til Ameríku og